MEÐ HANGANDI HENDI

Kvikmyndagaurinn Árni Sveinsson,  sem er nýbúin að vinna Skjaldborgarverðlaunin, frumsýnir á morgun aðra mynd.  Sú heitir „Með hangandi hendi“ og fjallar um hinn ofursvala töffara Ragnar Bjarnason.  Árni fylgdi Ragnari eftir í tvö ár og afraksturinn er þessi mynd.

Skjaldborg 09 lokið.

Ótrúlega skemmtilegri Skjaldborgarhátið lauk á sunnudaginn. 30 heimildamyndir voru sýndar og flestar myndir heiðursgestsins Þorfinns Guðnasonar einnig. Sigurvegari í áhorfendakosningu þetta árið var myndin „Konur á rauðum sokkum“. Frábær mynd sem sannarlega kallast á við þá umbrotatíma sem í dag skekja samfélagið. Ég var kynnir á hátíðinni og sá því allar myndirnar 30. Ég er s.s búin að sjá u.þ.b 30 klukkutíma af heimildamyndum um helgina. -Slatti Eins og á fyrri hátiðíðum þá kynntist ég fullt af fólk og sá

Lesa meira

Kvikmyndahátíð á Patreksfirði. -Skjaldborg 09

Um Hvítasunnuhelgina verður haldin í þrjiðja sinnið heimilda-kvikmyndahátíðin Skjaldborg á Patreksfirði. Ég ferð kynnir á þessari hátið eins og alltaf, og er því á leiðinni heim til Íslands. Ég hlakka mikið til að koma heim og hitta hana Auði dóttur mína sem ég hef ekki séð síðan í desember. -Það er stundum erfitt að vera helgarpabbi í útlöndum. Skjaldborgarhátíðin er kvikmyndahátið sem bara eru frumsýndar íslenskar heimildamyndir. Gróskan í þessum geira kvikmyndalistarinnar á Íslandi er með ólíkindum. Um það bil

Lesa meira

KJÖRBORG OG BADBOY CHARLIE

Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera kynnir á Skjaldborgarhátiðinni 2008 sem er haldin á Patreksfirði. Á einn helgi sá ég 35 heimildamyndir, flestar nýjar og margar hverjar alveg ógleymanlegar. Tvær myndir stóðu uppúr að þessu sinni. Það var verðlaunamyndin Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur. Þar er á ferðinni hugljúf mynd um yndilslega búð á Ásvallagötu og mannlífið í kringum búiðina, kaupmennina sjálfa og viðskiptavini hennar. Stundum er það svo að þegar allt vinnur saman, efniviður

Lesa meira

Site Footer