Uppítökuleiðin – Árás á hinar dreifðu byggðir.

Núverandi fisveiðstjórnunarkerfi hefur reynst þjóðinni happadrjúgt. Á undra skömmum tíma hefur náðst jafnvægi í fiskveiðistjórnun og fyrirtæki í sjávarútvegi eru vel rekin og burðarásar hinna dreifðu byggða. Þúsundir fjölskyldna treysta á afkomu sjávarútvegsins. Kvótakerfið sem sett var á 1984 hefur þróast og eflst og segja má að 90% aflaheimilda hafa nú skipt um hendur og stuðlað að auknu hagræði greininni til heilla. Auðvelt er að færa fyrir því rök að réttlátara kerfi sé vandfundið því hver og einn getur jú

Lesa meira

Læknaklám 7 kapítuli. Saga eftir Steinunni Ólinu Þorsteinsdóttur

Sjöundi kapítuli. Járngerður Brynja kvaddi aldraða embættismanninn með virktum. Hann var nú stálsleginn og virtist fær í flestan sjó. Hann þakkaði Járngerði Brynju góðgerðirnar og sagðist mundu sakna rúmbaðanna. Járngerður Brynja vissi sem var að skarð þess aldraða yrði erfitt að fylla. Svo nánar og innihaldsríkar höfðu samverustundir þeirra verið. Kvöldinu áður hafði lagst inn með óstöðvandi blæðandi magasár ungur stúdent. Þetta var magur piltur, ljós yfirlitum og með greindarlegan vangasvip. Hann var afskaplega mælskur og talaði eingöngu í bundnu

Lesa meira

Læknaklám. 6 kafli. Eftir Steinunni Ólínu

Sjötti kapítuli Guðbrandur læknir kyngdi fleytifullu vatnsglasi og heilsaði upp á næturvaktina. Hann hafði rokið í hendingskasti upp á spítala þar sem hann var á bakvakt þessa nóttina. Að vera á bakvakt var samt ekkert sumarleyfi í augum Guðbrands og því fylgdi að honum fannst jafn mikil ábyrgð og því að vera á spítalanum í eigin persónu. Þegar hann var á bakvakt klæddist hann ætíð hvíta sloppnum sínum svo að hann þyrfti ekki að eiga það á hættu að þurfa

Lesa meira

Læknaklám 5. kapítuli. Saga eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur

Fimmti Kapítuli. Svanhvít skurðhjúkrunarkona leysti upp Natrón í ofurlitlu vatni á grunnri undirskál og dreypti á. Þetta gamla húsráð var að hennar mati besta hjálpin við þeim nöturlega brjóstsviða sem hún hafði þjáðst af allar götur síðan hún í óvitaskap saup á Ajax-upplausn þá fjögurra vetra. Þetta atvik hafði valdið varanlegum truflunum í meltingu Svanhvítar og gert það að verkum að munnvatnsframleiðsla hennar var óvenju stríð. Hún gerði nú lítið úr þessum bagalega kvilla og gantaðist jafnvel með það við

Lesa meira

Læknaklám 4. kapítuli Eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur

Járngerður Brynja mataði aldraða embættismanninn af stakri natni. Það þurfti bæði fagmennsku og lagni til að koma vellingnum ofaní aldraða embættismanninn því hann var á mörkum svefns og vöku sökum þeirra feiknarlegu lyfjaskammta sem æddu um æðar hans. Vellinginn hafði Járngerður lagað sjálf eftir uppskrift úr dönsku sjúkraliðablaði.Aldraði embættismaðurinn var ennþá gríðarlega máttfarinn og hugsaði Járngerður Brynja með sér að hún þyrfti sennilega að veita manninum rúmbað að máltíð lokinni. Það væri óðs manns æði að ætla að hann gæti

Lesa meira

Læknaklám. 3 kafli

Á vakt-inni3. kapítuliGuðbrandur lokaði sig inni á skrifstofunni og hallaði sér upp að jukkunni sem hafði fylgt honum allar götur síðan hann bjó á stúdentagarði í Uppsölum. Það var einhver náttúru kraftur í þessari stæðilegu hitabeltisplöntu sem gaf honum þrek til að takast á við þær margslungnu raunir sem fylgdu vandasömu starfinu. Hann var jú daglega með lífið sjálft í höndunum.Stundum gat hann staðið tímunum saman og haldið utan um gildan bolinn. Hlaðið batteríin eins og hann orðaði það. Eftir

Lesa meira

Læknaklám. Á vakt-inni. 2. kapítuli

2. kapítuli Svanhvít skurðhjúkrunarkona gekk hröðum skrefum eftir ganginum og vatt sér inn í lín herbergið. Skurðaðgerðin hafði heppnast vel og aldraði embættismaðurinn var nú á batavegi. Hann sat nú í rúmi sínu og sötraði sykurvatn í gegnum plaströr.Svanhvít var hinsvegar sárþjáð. Hún gat ekki hætt að hugsa um Guðbrand hvernig sem hún reyndi.Hún var nú gersamlega á valdi þessa færa skurðlæknis sem daglega bjargaði mannslífum jafn auðveldlega og að drekka vatn.Svanhvít lokaði á eftir sér og á augabragði afklæddist

Lesa meira

Læknaklám. Saga eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur

1. Kapítuli Guðbrandur læknir þvoði sér vandlega um hendurnar með mildri sótthreinsandi sápu og leyfði sér að kasta mæðinni. Átta hjartaþræðingar voru að baki og þó var klukkan rétt að ganga ellefu.Hann fann þó ekki beinlínis fyrir þreytu heldur fremur fyrir ólýsanlegri vellíðan. Hann var frábær læknir. Það vissi hann.Aðdáun skein úr andlitum allra þessara fársjúku kvenna og manna sem hann stundaði af þeirri nærgætni sem fólk að öllu jöfnu sýnir aðeins sínum nánustu.Réttu mér hnífinn sagði Guðbrandur læknir við

Lesa meira

Græni grauturinn.

Fjölskylda í fjölbýlishúsi við Logafold settist niður við matarborðið. það var þröngt í búi og hafragrautur hafði verið á boðstólnum í u.þ.b ár. Húsmóðirin hafði þann sið til þess að poppa upp stemninguna að láta mismunandi matarliti í grautinn svo að fjölskyldan gengi ekki af göflunum. Þetta tiltekna kvöld var hafragrauturinn grænn. Þegar fjölskyldufólkið beið eftir að grauturinn kólnaði spurði unglingurinn á heimilinu hvort það væri ekki ráð að fara að dæmi hinna íbúanna í húsinu og prufa nýja pitsu-staðinn

Lesa meira

Site Footer