SKRÓPAÐ Í BEINNI ÚTSENDINGU

Hún var svolítið sérkennileg tillagan hennar Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að sjónvarpa ætti öllu sem fer fram í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar.  Ástæðan mun vera að Mörtu  sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, blöskrar meint ógagnsæi borgarkerfisins.  Þetta er gott og blessað.  Ég held reyndar (en þetta er bara mín tilfinning) að gagnsæiskrafa Mörtu eigi sér rót í almennri andúð Sjálfstæðismanna á “bákninu” og útvörpun á fundum sé til þess gert að hneyksla borgarbúa með því að varpa ljósi á

Lesa meira

RUDDALEG SKRIF

„Spurningin er nú kannski fyrst sú hvers vegna í ósköpunum verið sé að senda fólk í 4-5 ára nám til að undirbúa sig fyrir starf sem fyrst og fremst felst í að gefa fólki pillur eftir forskrift lækna. Að stórum hluta mætti hafa sjálfsala sem sæju um þá vinnu sem hjúkrunarfræðingar vinna nú.“   Undir þetta skrifar Þorsteinn Sigurlaugsson sem er lykilmaður í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í athugsemd við Vangaveltur Magga B. Þessi skoðun Þorsteins er því miður algeng innan vébanda

Lesa meira

BRUNARÚSTIRNAR INNRA

Viðbrögðin við úrskurði Landsdóms koma í sjálfu sér ekki á óvart.  Flokkurinn bítur frá sér.  Það sem er óvenjulegt í þessu samhengi er að ekkert er að bíta í sem tönn á festir.  Ótrúverðugt er að kenna dómurunum um eins og Geir gerði í ræðu sinn eftir úrskurðinn.  Hann sjálfur valdi flesta dómarana eða vinir hans úr Sjálfstæðinu.  Sama gildir um önnur rök.

UNDARLEG STÍLBRÖGÐ BJÖRNS BJARNASONAR OG VERND HEIMILDAMANNA

Björn Bjarnason heldur áfram að tjá sig um athugasemdir mínar vegna ritsmíðar sem hann og Styrmir Gunnarsson skrifuðu og fengu 4.5 miljón króna Alþingis-styrk fyrir. Björn fer ekki með rétt með þess vegna er nauðsynlegt skoða staðreyndir málsins.

BJÖRN BJARNASON OG „HEIÐARLEGU SKOÐANASKIPTIN“

Björn Bjarnason ritaði á föstudaginn síðasta, alveg sérdeilis afhjúpandi dagbókarfærslu. Hann skammast í mér og „DV-feðgum“ fyrir að skrifa um styrk sem hann fékk frá Alþingi. Styrkurinn nam 4.5 miljónum og var veittur til félagsins „Evrópuvaktin“ sem Björn rekur í félagi við Styrmi Gunnarsson. Afskiptasemi mín er auðvitað dónaskapur eins og gefur að skilja.  Ég fór í byrjun umræðunnar, rangt með upphæð styrksins. Ég taldi hann hafa numið 9 miljónum. Seinna fékk ég upplýsingar um að styrkurinn hefði verið 7

Lesa meira

ÉG ÆTLA EKKI AÐ BREYTAST Í BJÖRN

Undanfarna 2 daga hef ég verið að skoða styrk sem morgunblaðsritstjórnarnir fyrrverandi, Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson fengu frá Alþingi. Styrkinn fengu þeir fyrir hönd vefritsins „Evrópuvaktin“ Ég fór með rangt mál framan af því ég stóð í þeirri trú að styrkurinn hefði nemið 7 miljónum. Ég leitaði að upplýsingum um upphæði styrkjanna þriggja en fékk engar niðurstöður. Það er alltaf leiðinlegt þegar maður rekur sig á leyndarhyggju opinberra stofnana eins og Alþingis.

STYRKUR TIL BJÖRNS BJARNASONAR VEKUR UPP SPURNINGAR

Á mánudaginn birti ég blogg um árásir Björns Bjarnasonar á sjónvarpsmanninn Gísla Einarsson. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi dylgjaði um að Gísli hefði þegið styrk frá ESB til þess að framleiða þáttinn. Daginn eftir birti ég blogg um að „Evrópuvaktin“ hans Björns hefði þegið styrk frá Alþingi til þess að fjalla um ESB. 4,5 miljónir eftir því sem Björn segir sjálfur.

SKAMMAST ÚT Í ESB STYRKI – EN ÞYGGUR ÞÁ SJÁLFUR

  Þetta sætir furðu eins og margt sem kemur frá Birni Bjarnasyni. En „margur heldur mig sig“ eins og maðurinn sagði. Því Björn ætti að þekkja það að fá styrki vegna ESB því Alþingi veitti honum og þessu Evrópuvaktin, um það bil 9 miljón króna* styrk til þess…..Björn Bjarnason er að liðast í sundur á límingunum vegna þess að sjónvarpssmaðurinn Gísli Einarsson gerði sjónvarps-þátt þar sem fjallað var um ESB og möguleg áhrif þess ef Ísland gerðist meðlimur í ESB. Björn

Lesa meira

REKUM GÍSLA EINARSSON! – – UPDATE – –

Fréttaskýringarþátturinn Landinn er búinn að bíta á ESB-agnið því á sunnudaginn var fjallað með málefnalegum hætti um byggðastefnu Evrópusambandsins. Rætt var við nokkra viðmælendur innanlands og utan, kostir og gallar reifaðir á yfirvegaðan en jafnframt auðskiljanlegan hátt og reynt að svara því hvaða tækifæri kunna að felast í byggðastefnu ESB fyrir Íslendinga. Von er á frekari umfjöllun næsta sunnudag.-Málið er allt hið alvarlegasta.

LUKKUDÝRIÐ DAVÍÐ ODDSSON

Kona sem ég þekki fór með vinkonum sínum á þekktan bar hér í Gautaborg. Geysiflottur staður efst uppi í Gothia Tower. Merki staðarins vakti almenna lukku í hópnum enda ljóst að Davíð Oddson var lukkudýr þessa ágæta veitingahúss og allskonar hlutir voru merktir ásjónu efnahagsmeistarans.

Site Footer