MAKRÍLL – TÁKN UM ÓRÉTTLÆTI

Kvótakerfið hefur verið afar umdeilt allt frá því að því var komið á fyrir rúmum 30 árum.  Það hafa verið skrifaðir heilu hillu-kílómetrarnir um skelfileg áhrif þess á byggðir landsins, umgengni við fiskiauðlyndina og efnahagskerfið en ekkert dugað og hreyft við þeim sem fengið hafa að ráða hverju sinni.

DJÖFULSINS SNILLINGAR – 6. HLUTI- MÍN KYNSLÓÐ

Þegar ég er að alast upp í vesturbænum á níundaáratug síðustu aldar, var andrúmsloftið mjög pólitískt eins og allir vita sem lifðu þessa tíma.  Ekki pólitískt eins og núna þegar allir eru að rífast, heldur yfirþyrmandi pólitískt.  Pólitíkin lá yfir öllu og var allstaðar.  Ég vissi t.d að skólastjórinn minn hafði verið valin af Sjálfstæðisflokknum.  -Eða var það Framsókn?  Ég er ekki alveg viss.

GLÍMUSÝNING Í HÁSKÓLABÍÓ

Grundvöllur æðri hugsunar er að nota tákn og skilja tákn. Dýrategundin sem við tilheyrum (Homo Sapiens) getur þetta og hefur þróað með sér heilt tjáskiptakerfi sem meira og minna er byggt upp með táknum. Persónugervingar, líkingar. Já við þekkjum þetta úr ljóðagreiningu úr framhaldskóla. Táknin er þó víðar og þegar kemur að stjórnmálum eru táknin býsna skýr.

FYRIRSJÁANLEGUR MOGGI, ÞJÓÐKIRKJAN OG KOSNINGASJÓÐUR GUÐLAUGS ÞÓRS

Ég verð að játa að ég er nýbyrjaður að lesa Moggann aftur.  Ég var hættur en svo féll ég.  Það var fyrir algera tilviljun og ég mun reyna mitt ýtrasta til að álíka staða komi ekki upp aftur.  Þegar Mogginn er annarsvegar á maður bara að fá sér vatnsglas og fara í göngutúr.En eins og með brennivínið, þá dettur maður niður á nákvæmlega sama stig og þegar maður hætti, þegar maður byrjar aftur.  Verður gramur og úrillur.   Þetta blað er makalaust og ef einhvertímann hefur verið

Lesa meira

RÍKISSTJÓRNIN OG STÓRA SAMHENGIÐ

Nýju ríkisstjórnarinnar býður mikið hlutverk. Ekki bara þarf hún að vinna á erfiðustu tímum í íslenskri nútímasögu, heldur þarf hún líka að vinna traust á faginu þ.e.a.s stjórnmálum. Eftir 18 ára valdatíma Sjálfssóknarflokksins er tiltrú almennings á stjórnmálum ekkert. Traustið er farið og stjórnmálamenn í dag eru í álíka stöðu og nýjir starfsmenn á fasteignasölu sem þekkt er fyrir að svindla á kúnnunum sínum. Traust er mikilvægasta „eign“ allra sem ástunda fasteignaumsýlsu og fasteignasala sem rúin er trausti er barasta

Lesa meira

Site Footer