„ÉG GERÐI ÖLL MÁL TORGRYGGILEG“

Styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið samstaðan.  Ég man bara eftir einum klofningi úr Sjálfstæðisflokknum þegar Borgaraflokkurinn var stofnaður.  Sjálfstæðismenn hafa skilið mátt samstöðunnar og hafa leyst deilur sín í milli, eða jafnvel búið við þær um langa hríð, án þess að kvarnist upp úr samstöðunni.  Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði meir að segja ekki þegar Gunnar Thoroddsen, sneri á Engeyinga og gerðist forsætisráðherra.

…“WE COME IN PEACE“

Ein af uppáhaldskvikmyndum mínum er myndin „Mars Attacks“ í leikstjórn Tim Burtons. Myndin er einskonar óður til geiminnrása-mynda og er satt best að segja sprenghlægileg. Ég er reyndar í afar fámennum aðdáendahópi þessarar myndar því allir sem ég þekki finnst þessi mynd allt í senn, bjánaleg og leiðinleg.

REALITY CHECK 101

Því miður þá fór það svo að Icesavemálið varð strax pólítískt. Þetta risa mál sem kemur í rauninni stjórnmálum ekkert við, og á að snúast um hvað sé best í stöðunni, snérist eiginlega strax um eitthvað annað. Eitthvað annað en það sem var best í stöðunni. Það fór í rauninni að snúast um skrattann á veggnum. Stjórnarandstaðan, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn notaði Icesavemálið strax sem smoke screen til þess að beina sjónum þjóðarinnar frá Hruninu og afleiðingunni af stefnu Sjálfstæðisflokksins s.l. 18

Lesa meira

SPURNING Á LANDSPRÓFI

Hvað tekur það langan tíma fyrir Davið Oddson að sturta niður 30.000 miljónum í klósettið á fjórðu hæð Seðlabankans? Davíð má bara sturta niður einum seðli í einu og verður að bíða uns amk 3 lítrar af vatni hafa safnast fyrir í klósettkassanum. (kassinn tekur 5 lítra) Það tekur nákvæmlega 30 sekundur fyrir einn lítra að safnast fyrir í kassanum. Um er að ræða 5000 króna seðla, ónotaða og í búnti sem telur milljón krónur.

SKRIFAÐI Í FRÉTTABLAÐIÐ

Í dag birtist grein eftir mig í Fréttablaðinu á bls 34. Í greininni er ég að brýna fólk um að líta á sig sem borgara í staðin fyrir að líta á sig sem þegna. Ég er all sáttur við þessa litlu grein en ég tók eftir því að ég er titlaður guðfræðingur. Það er ekki rétt því ég er aðeins með B.A gráðu frá guðfræðideild. Þar sem ég er trúleysingi, er svolítið pínlegt að vera alltaf að leiðrétta það að

Lesa meira

Site Footer