VIÐ BÚUM TIL VERÐMÆTIN. – MUNURINN Á HÆGRI OG VINSTRI

Ein af ógeðslegustu aukaafurðum Sjálfstæðisflokksins var hin hugmyndafræðilega sýn á samfélagið. Í þessari sýn felst munurinn á „hægri“ og „vinstri“.Heimsmynd hægrisins er einskonar félagslegur Darwinismi þar sem hinir hæfustu komast af og árangurinn er einfaldlega mældur í peningum.  Alltaf er hamrað á því að gera samfélagið að einskonar leikvelli fyrir „duglegt og framtakssamt fólk“.  Að reglurnar skuli miðaðar við þá anga samfélagsins sem eru „verðmætaskapandi“.  Lítil áhersla er á þá sem VINNA við téða verðmætasköpun.

ÞETTA ER AÐ GERAST

Stefán Ólafsson hagfræðiprófessor skrifar merkilega grein í Fréttablaðið um helgina.  Ég las þessa grein og fylltist innblæstri þegar ég sá þessar setningar.  Það rann upp fyrir mér ljós. -Þetta er að gerast. Stefán skrifar: „Megineinkenni úrræðanna á Íslandi eru þannig, að reynt er að hlífa lægri tekjuhópum. Allir hafa orðið fyrir kaupmáttarrýrnun en hún er minnst hjá lægri og milli tekjuhópunum en mest hjá þeim tekjuhæstu. Að sama skapi dregur nú verulega úr þeim ójöfnuði í tekjuskiptingunni sem stigmagnaðist frá 1995 til 2007. Ísland færist nú hröðum skrefum

Lesa meira

SAMHENGI HLUTANNA

Samhengi hlutanna getur verið svolítið dularfullt.  Ég er t.d alveg fullviss um að margir stórviðburðir sögunnar eiga sér aðrar og hversdagslegri rætur en kenndar eru í sögubókum.  Var ekki búið að rekja frönsku byltinguna til uppskerubrests í Frakklandi sem svo var tilkominn vegna Skaftárelda?  Var ekki innrás Bandamanna inn í Normandí, tilviljunum háð meira og minna og árangursríkasta vopnið í innrásinni voru falskar upplýsingar til nasista.

ÁFRAM HJÁLMAR

Nú er komið að því að kjósa til sveitarstjórnakosninga. Það er alltaf spennandi að fylgjast með og spá í spilin. Ég styð Samfylkinguna í þetta skiptið, ekki bara vegna þess að ég er skráður í þennan flokk (stuðningur í við Jóhönnu í prófkjöri fyrir mörgum árum. JS er í fjölskyldu konunnar minnar. -Klassískt Ísland…) heldur líka vegna þess að hinir flokkarnir eru ónýtir. Slembiúrtak væri betra en t.d mannval Sjálfsstæðisflokksins. -Mikið betra. Ég hvet fólk að velja á sína lista

Lesa meira

Site Footer