VASELÍNSMURÐAR SKOTGRAFIR

að hefur tekist.  Forsetakosningarnar hafa snúist um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega ESB aðild.  Andstæðingar ESB standa einhvernvegin í þeirri trú að Ólafur Ragnar muni standa í vegi fyrir „óheppilegri“ niðurstöðu úr mögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.

P-PILLAN ER EKKI VÍTAMÍN-PILLA

Í gær var burðargreinin í helgarblaði GP, grein um hættur sem geta fylgt P-pillunni.  Vönduð grein og viðtalið við Mikaelu Lindblom sýndi málsins.  Mikaela var topp-íþróttamaður sem fékk skyndilega verk í hálsinn og svimaköst.  Þrek hennar minnkaði stórum og hún gat varla gengið upp stigann heima hjá sér.  Læknar áttu í erfiðleikum með að greina hvað var að henni og töldu hana vera með lungnabólgu.  Eftir að hafa farið fjórum sinnum á bráðamóttökuna með andnauð og yfirliðseinkenni, var hún loksins greind með blóðtappa sem afleiðing af P-pillunni.

LÆKNIR MEÐ KRABBAMEIN

Það kom fyrir nokkrum misserum síðan fréttaskýring í GP sem vakti þjóðarathygli.  Læknir á besta aldri fékk krabbamein og lá banaleguna. Hann fékk verstu tegund krabbameins sem dró hann á nokkrum mánuðum frá því að skera upp sjúklinga og yfir í það hlutskipti að vera sá sem skorið var í.  Mjög sorgleg saga og lesendur fengu innsýn inn i huga mjög einbeitts læknis sem var alltaf að vinna þótt líkaminn væri ónýtur. 

MISSKILNINGUR

 Það er munur á misskilingi og grundvallarmisskilningi. Þegar einhver ætlar að beygja til vinstri, og beygir til hægri, er það misskilingur. Grundvallarmisskilningur er þegar einhver heldur að vinstri sé hægri og hægri sé vinstri. þessi tegund af misskilningi er því miður í gangi hjá ákveðnum hluta þess ágæta fólks sem situr nú við að smíða tillögur af betri stjórnarskrá fyrir Ísland.

MUNURINN Á HÆGRI OG VINSTRI. -VERÐMÆTASKÖPUNIN-

Það getur verið skrambi hollt fyrir fólk að eiga hægri-bolta sem vini á fésinu.  Þau veita manni nefnilega fágæta innsýn inn í hugsanaheim hægrisins, gildin sem þau aðhyllast og svo getur maður áttað sig á brautunum sem hugmyndir hægrisins renna eftir.Í gær vísaði ég á stórgóða grein Stefáns Benediktssonar þar sem hann bendir á að í erlendum fjölmiðlum vantar alveg risalánin og ofboðslegu verksmiðjurnar þegar rætt er um atvinnu uppbyggingu, eins og á Íslandi.  Áherslan er á orkuSPARNAÐ og það sem kalla má „grænar lausnir“.  Fullt af hugmyndum

Lesa meira

Site Footer