að hefur tekist. Forsetakosningarnar hafa snúist um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega ESB aðild. Andstæðingar ESB standa einhvernvegin í þeirri trú að Ólafur Ragnar muni standa í vegi fyrir „óheppilegri“ niðurstöðu úr mögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.
Efnisorð: Samfélagsmál
Í gær var burðargreinin í helgarblaði GP, grein um hættur sem geta fylgt P-pillunni. Vönduð grein og viðtalið við Mikaelu Lindblom sýndi málsins. Mikaela var topp-íþróttamaður sem fékk skyndilega verk í hálsinn og svimaköst. Þrek hennar minnkaði stórum og hún gat varla gengið upp stigann heima hjá sér. Læknar áttu í erfiðleikum með að greina hvað var að henni og töldu hana vera með lungnabólgu. Eftir að hafa farið fjórum sinnum á bráðamóttökuna með andnauð og yfirliðseinkenni, var hún loksins greind með blóðtappa sem afleiðing af P-pillunni.
Það kom fyrir nokkrum misserum síðan fréttaskýring í GP sem vakti þjóðarathygli. Læknir á besta aldri fékk krabbamein og lá banaleguna. Hann fékk verstu tegund krabbameins sem dró hann á nokkrum mánuðum frá því að skera upp sjúklinga og yfir í það hlutskipti að vera sá sem skorið var í. Mjög sorgleg saga og lesendur fengu innsýn inn i huga mjög einbeitts læknis sem var alltaf að vinna þótt líkaminn væri ónýtur.
Eva Haukdsdóttir bloggari hefur verið að segja sögu Mohammed Lo á blogginu sínu. Hún ásamt fleirum eru að reyna sitt ýtrasta til þess að fá íslensk stjórnvöld til þess að veita honum hæli sem flóttamanni við litlar undirtektir yfirvalda.
Það er munur á misskilingi og grundvallarmisskilningi. Þegar einhver ætlar að beygja til vinstri, og beygir til hægri, er það misskilingur. Grundvallarmisskilningur er þegar einhver heldur að vinstri sé hægri og hægri sé vinstri. þessi tegund af misskilningi er því miður í gangi hjá ákveðnum hluta þess ágæta fólks sem situr nú við að smíða tillögur af betri stjórnarskrá fyrir Ísland.
Á gömlum frímerkjum má sjá gildin sem sameinuðu okkur sem þjóð. Gildin sem við vorum stolt af. Gildin sem voru hluti af sjálfsímynd okkar.
Á gömlum frímerkjum má sjá gildin sem sameinuðu okkur sem þjóð. Gildin sem við vorum stolt af. Gildin sem voru hluti af sjálfsímynd okkar.
Ég er búin að glugga aðeins í Wikileaks-skjölin varðandi sendiráðin á Íslandi. Veislurnar og palladómana yfir hinum og þessum. Af lestrinum er ljóst að þetta sendiráðakerfi er hálf fáránlegt. Einhverskonar kjafta-kellinga-klúbbur fyrir yfirstéttina.Nú er lag að breyta þessu.
Það getur verið skrambi hollt fyrir fólk að eiga hægri-bolta sem vini á fésinu. Þau veita manni nefnilega fágæta innsýn inn í hugsanaheim hægrisins, gildin sem þau aðhyllast og svo getur maður áttað sig á brautunum sem hugmyndir hægrisins renna eftir.Í gær vísaði ég á stórgóða grein Stefáns Benediktssonar þar sem hann bendir á að í erlendum fjölmiðlum vantar alveg risalánin og ofboðslegu verksmiðjurnar þegar rætt er um atvinnu uppbyggingu, eins og á Íslandi. Áherslan er á orkuSPARNAÐ og það sem kalla má „grænar lausnir“. Fullt af hugmyndum …
Fyrsta kúltúrsjokkið sem ég fékk eftir að ég flutti til Svíþjóðar, voru gæðin á matnum hérna. Búðirnar hérna eru æðislegar. Meir að segja „bónusinn“ í Svíþjóð (sem heitir Willy´s) er dúndur flottur. Flottustu búðirnar heita ICA og Hemköp.