GRÁTANDI ÞINGMENN

Ég var ekki að hofra á mótmælendur í sjónvarpinu í gær.  Ég var að horfa á svipinn á Alþingismönnunum.  Mér fannst ég lesa eitt og aðeins eitt.  Það sást best þegar þingið var í kirkjunni að hlusta á fulltrúa almættisins tala. þau voru slegin og úr svip þeirra mátti greina hugleiðingar á borð við: -„Hvað erum við eigninlega búin að gera“?  Svona eins og unglingur sem gerir sér allt í einu grein fyrir umfangi og alvarleika einhvers skemmdarverks sem hann stóð að.

GRÁTLEGT HLÁTURKAST

Sjálfstæðisflokkurinn er í stórkostlegri kreppu. Núna er allur krafturinn, allur infrastrúkturinn og allt powerið í þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins settur í þann eina farveg að fresta birtingu skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar þar til EFTIR þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Site Footer