DJÖFULSINS SNILLINGAR – 1. HLUTI- GULL AF MÖNNUM

Ég hef töluvert mikla samúð með fólki sem eru til hægri í hinu pólitíska litrófi.  Ég segi samúð því að hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins sem má skilgreina sem „ég á þetta – ég má þetta“, er ekkert til hægri.  Ég hef samúð með því ágæta fólki sem skilgreinir sig til hægri og var leitt á villibrautir frjálshyggjunnar sem skóp þessa andstyggilegu hugmynd að eignarrétti, fylgi ekkert siðferði.

SPUNI FÍNA KLÚBBSINS

Það er svo yndislegt þegar hægri og vinstri sameinast.  Það beinlínist hríslast um mann gæsahúðin og minningar frá árinu 1914 hellast yfir þegar breskir og  þýskir hermenn köstuðu frá sér vopnunum á jóladag og fengu sér kaffisopa saman. Sungu og gáfu hvorir öðrum gjafir.  Hinn fullkomni samhljómur skynseminnar inna í miðju brjálæðinu. Það gladdi mitt kalda hjarta að sjá að meirihluti Samfylkingarinnar vildi ekki skipa 4 ráðherrum vanhæfu ríkisstjórnarinnar fyrir Landsdóm.  Margir voru með kökk í hálsinum og töldu það „af og frá“ að ráðherra skuli

Lesa meira

Site Footer