HRINGAVITLEYSA

Í umræðuþættinum „Baráttan um Bessastaði“ talaði Ólafur Ragnar um að hann myndi skipta sér af málefnum sem tengdust mögulegri ESB aðild. Hann taldi þetta mál svo stór að forseti yrði að skipta sér að því.

BARÁTTAN UM BESSASTAÐI – ÞAÐ SEM MÉR FANNST

Ég horfið á kosningasjónvarpið vegna forsetakosninganna í gær. Það var ágætt. Það er reyndar ansi langt síðan ég kíkti á „íslenska“. Þetta var mjög upplýsandi og góður þáttur. Sigurvegari þáttarins voru spyrlarnir. Þau voru alveg með þetta. Staðreyndir á hreinu, fína rökstuddar upptalningar og pressuðu á svör við spurningunum sem þau lögðu fyrir frambjóðendurna. Ef frambjóðandi reyndi að komast undan því að svara, var spurningin endurtekin.

HERLÚÐUR GÆRDAGSINS

g fylgdist með „beinni línu“ á dv.is eins og svo margir.  Sjálfur forsetinn sat fyrir svörum.  Ég sendi inn spurningu eftir að hafa bisað við að ákveða hver hún ætti að vera.  Mig langaði að fá útskýringu á ofurmanna-kenningu Ólafs á íslenskum bankamönnum.  Hann sagði nefnilega að frábær árangur þeirra mætti rekja til genetískra eiginleika sem erfst hefðu mann fram af manni.

EKKERT FLÓKIÐ

Samhliða kosningum um Icesave-saminginn, ætti að kjósa um stjórnlagaþingið.  Sú spurning gæti hljómað eitthvað á þessa leið. „Vilt þú láta stjórnlagaþingsmennina sem kosnir voru þann 27. nóvember 2010 mynda hóp sem skilar tillögum að breytingu á stjórnarskrá Íslands“.

„STÚMM“ EFTIR KASTLJÓSIÐ

Ég var í símaviðtali í Kastljósþætti kvöldsins.  Mér var att saman við Frosta Sigurjónsson og satt best að segja er ég bara bærilega ánægður með árangurinn.  Frosti þessi setti mig samt út af laginu alveg í blábyrjunina, þegar hann opinberaði fyrirbærið „leynilega undirskriftasöfnun“. 

Site Footer