HRINGAVITLEYSA

Í umræðuþættinum „Baráttan um Bessastaði“ talaði Ólafur Ragnar um að hann myndi skipta sér af málefnum sem tengdust mögulegri ESB aðild. Hann taldi þetta mál svo stór að forseti yrði að skipta sér að því.

HERLÚÐUR GÆRDAGSINS

g fylgdist með „beinni línu“ á dv.is eins og svo margir.  Sjálfur forsetinn sat fyrir svörum.  Ég sendi inn spurningu eftir að hafa bisað við að ákveða hver hún ætti að vera.  Mig langaði að fá útskýringu á ofurmanna-kenningu Ólafs á íslenskum bankamönnum.  Hann sagði nefnilega að frábær árangur þeirra mætti rekja til genetískra eiginleika sem erfst hefðu mann fram af manni.

EKKERT FLÓKIÐ

Samhliða kosningum um Icesave-saminginn, ætti að kjósa um stjórnlagaþingið.  Sú spurning gæti hljómað eitthvað á þessa leið. „Vilt þú láta stjórnlagaþingsmennina sem kosnir voru þann 27. nóvember 2010 mynda hóp sem skilar tillögum að breytingu á stjórnarskrá Íslands“.

„STÚMM“ EFTIR KASTLJÓSIÐ

Ég var í símaviðtali í Kastljósþætti kvöldsins.  Mér var att saman við Frosta Sigurjónsson og satt best að segja er ég bara bærilega ánægður með árangurinn.  Frosti þessi setti mig samt út af laginu alveg í blábyrjunina, þegar hann opinberaði fyrirbærið „leynilega undirskriftasöfnun“. 

BRÚÐUBÍLLINN KEMUR Í HEIMSÓKN

Ég eins og sennilega flestir Íslendingar hef fylgst með fléttunni eftir forsetaneitunina í gær. Mér þykir ljóst að staðan hefur breytst verulega og ég, og sennilega enginn, veit hvar þessi ferð endar. það eru nokkur atriði sem standa uppúr í þessu öllu saman. Fyrst að því veigaminnsta og um leið því fyrirferðarmesta. Það eru hinar reglubundnu og kjánalegu spekúlasjónir að ríkisstjórnin hafi klúðrað einhverju PR-mómenti þegar Ólafur Ragnar vító-aði Icesave2. Allskonar sprelligosar þyrptust fram eins og leikskólakrakkar þegar Brúðubíllinn kemur

Lesa meira

Site Footer