SPARIÐ FÉ OG MINNKIÐ SÓUN

Ég gerði svolítið sniðugt í fyrra.  Ég keypti mér líter af soja sósu.  Ég átti fyrir litla soya sósu í fyrirtaks umbúðum og bætti bara á þá flösku eftir þörfum.  Þetta litla viðvik, hefur sparað mér þónokkra fjárhæð.

HANGI-KET

Við hjónin vorum boðin í veislu um áramótin.  Allir gestirnir áttu að koma með eitthvað í veisluna en við ákváðum að villa á okkur heimildir.  -Við komum nefnilega með svikna vöru.  Fyrir neðan má sjá hina sviknu vöru.

Stóra þvottavélamálið

Stóra þvottavélamálið leystist í gær. Við hjónin hentum gömlu vélinni og keyptum okkur nýja. Frábæra vél frá Electrolux. Electrolux-vélar eru kallaðar „Volvó þvottavélanna“ enda sænskar að uppruna. Eftir þessa rimmu í þvottavélamálinu veit ég allt um þvottavélar. Ég kynnti mér málið og náði niðurstöðu með hjálp frábærs sölumanns í Elgiganten (sama og Elkó). Forsendurnar okkar voru skýrar. Við vildum þvottavél sem gæti þvegið mikið og oft. Við þvoum sennilega 5 vélar á viku þannig að vélin er alltaf í gangi.

Lesa meira

Vandræði.

Ég er með forláta teflón-potta sem eru byrjaðir að morknast upp. Teflonið er byrjað að flagna af svo sést í bert álið. Veit einhver hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu vandamáli? Þarf að helda þessu? Ert til einhverskonar teflon-lakk sem hægt er að bletta ofan í sárin. Hvað á ég að gera?

Valtrýr þarf að fara í frí.

Frekar kunngleg staða er komin upp í vanhæfnismáli Valtýs ríkissaksóknara. Hann neitar að víkja. Segir að hann sé ekki vanhæfur. -Sonur hans er meðal lykilmanna í Exista sem þarf að rannsaka. Ég held að allir í heiminum (fyrir utan Valtý sjálfan og nokkra bankamenn með slæma samvisku) sjái að þarna er á ferðinni fullkomið vanhæfi. Valtrýr sjálfur hefur sagt að hann muni ekki sjá um neitt sem viðkemur rannsókninni á Exista. En það er ekki nóg eins og ágætis dæmi

Lesa meira

Öllum hafís verri…

Fréttir af kúlulánasvindli Sigurjóns bankastjóra komu eins og blaut tuska framan í mig eins og sjálfsagt fleiri Íslendinga. Hérna var sannkallaður ofurlaunamaður sem fór í bókhaldslega fimleika til þess að þurfa ekki að greiða skatt af tekjum sínum eins og allir aðrir. Fáheyrðar lygar lögmanns Sigurjóns voru bara til þess að salta í sárin. Enda voru þær svo fávitalegar að upp komst um þær skömmu síðar. Það sem undrar mig alveg endalaust er að fólk með tekjur á borði við

Lesa meira

Hátækni er til fyrirmyndar.

Ég fór með símann minn í viðgerð í gær. Hljóð-neminn í honum var eitthvað bilaður. Ég heyrði í andstæðingnum en hann ekki mér, sama hvað ég æpti. Hátækni heitir þjónustuaðili Nokia og er með aðsetur í Vatnagörðum. Þangað fór ég keikur og setti símann í viðgerð. Mér var tjáð að það væri sennilega hægt að gera við símann. það voru góð tíðindi því síminn minn er barasta ágætur hvernig sem á hann er litið. Hefur sparað mér ófá gremjuköstin í

Lesa meira

Site Footer