DJÖFULSINS SNILLINGAR – 6. HLUTI- MÍN KYNSLÓÐ

Þegar ég er að alast upp í vesturbænum á níundaáratug síðustu aldar, var andrúmsloftið mjög pólitískt eins og allir vita sem lifðu þessa tíma.  Ekki pólitískt eins og núna þegar allir eru að rífast, heldur yfirþyrmandi pólitískt.  Pólitíkin lá yfir öllu og var allstaðar.  Ég vissi t.d að skólastjórinn minn hafði verið valin af Sjálfstæðisflokknum.  -Eða var það Framsókn?  Ég er ekki alveg viss.

„ÉG GERÐI ÖLL MÁL TORGRYGGILEG“

Styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið samstaðan.  Ég man bara eftir einum klofningi úr Sjálfstæðisflokknum þegar Borgaraflokkurinn var stofnaður.  Sjálfstæðismenn hafa skilið mátt samstöðunnar og hafa leyst deilur sín í milli, eða jafnvel búið við þær um langa hríð, án þess að kvarnist upp úr samstöðunni.  Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði meir að segja ekki þegar Gunnar Thoroddsen, sneri á Engeyinga og gerðist forsætisráðherra.

VINDARNIR GNAUÐA Í NORDALNUM

Ólöf Nordal er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.  Í henni sameinast tvennt sem fellur að geði Sjálfstæðismanna.   Ætterni og ábúðafylling.  Hún hefur yfir sér áru hins yfirvegaða og óhagganlega íhalds.  Því miður eru orð og æði sitt hvor hluturinn og það sem Ólöf segir, er ekkert endilega í samhljómi við hið ábúðarfulla yfirbragð.  Sumt sem hún segir er algjör þvæla en annað gersamlega kostulegt.

Site Footer