SVINDLKEPPNI MJÓLKURSAMSÖLUNNAR

Á Íslenskum mjólkur-markaði ríkir einokun.  Eitt fyrirtæki gnæfir yfir og nýtur í ofanálag ríkisstyrkja.  Stundum hafa verið gerð áhlaup á yfirburðarstöðu Mjólkursamsölunnar en allar þær tilraunir hafa mistekist.

MIKILVÆGT MÁL AÐ GLEYMAST

Því miður stefnir í það að nýlegar hækkanir Mjólkursamsölunnar á smjöri falli í gleymsku og ömurðarhringrás hækkana, verðbólgu, verðtryggingar og neytendafjandsemi haldi áfram enn um hríð.  Þessi hækkun er sérskaklega illskeytt núna rétt eftir samninga á vinnumarkaði þar sem hækkunin hefur áhrif á vísitölu sem síðan hefur áhrif á lánskjör allra landsmanna.

KASTLJÓSIÐ Á MERKINGU MATVÆLA

   gærkveldi var kastljósinu beint að matvælamerkingum.  Ég var meir að segja í viðtali og talaði fyrir hönd Neytendasamtakanna.  Ég þekki umfjöllunarefnið ágætlega enda er ég áhugamaður um hollan mat og kann að lesa á næringargildistöflur.  Þann 15.desember á síðasta ári tóku í gildi nýjar reglur um matvælamerkingar.

Site Footer