Ég er áhugamanneskja um ávaxtasafa. Mér þykja þeir bragðgóðir og mér er sagt að þeir séu hollir ef neysla þeirra sé innan skynsemismarka. Ég á mér engann uppáhaldssafa – þannig séð – en fátt jafnast á við nýpressaðan appelsínusafa. Slíkir fást t.d í Hagkaup út á Seltjarnarnesi og sennilega víðar. Ég held að margar fjölskyldur kaupi reglulega inn svona safa. Ég skrifaði einu sinni blogg um appelsínusafa og mér til undrunar kom í ljós að heimur appelsínusafans er afar áhugaverður. …