Á dögunum þá sendi ég inn erindi til umboðsmanns Alþingis. Nú hefur svar borist og sá telur ekki ástæðu til að afhafast ekkert í málinu. Þessar málalyktir eru þó ekkert sérstaklega svekkjandi því að í niðurlagi í bréfinu frá Umboðsmanni, kemur fram að Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ekki farið eftir reglum sem varðar tímaramma og ætti að huga að því í framtíðinni. Það er reyndar svolítið ósanngjarnt því að Úrskurðarnefndin sendi inn 6 fyrirspurnir til Innanríkisráðuneytisins en fékk aldrei svar.