FRÁBÆR PITSASTAÐUR

Það er alltaf gaman að upplifa hið óvænta.  Sérstaklega þegar kemur að mat og þessháttar.  Ég er bara komin á þann aldur að matur er hættur að svipta mér upp í hæðirnar eins og áður fyrr þegar bragðlaukarnir mínir voru nýorpnir og ólífurnar brögðuðust alveg upp í ennisholurnar. En þetta er allt í uppnámi því ég bragðaði bestu pitsu sem ég hef smakkað í kvöld.  Ég er reyndar svolítið bíasaður því dóttir mín vinnur á þessum stað. Hún var svo

Lesa meira

SWEDISH BIKINI TEAM

Ég lenti í svolítið asnalegri stöðu áðan. Ég og Leó vorum að koma heim úr búðinni þegar við göngum í flasið á 8 eða 9 sænskum gyðjum. Við hittumst á afar þröngum stíg og Leó var í vagninum sínum og ég var í appelsínugula Vantrúarbolnum. Ekki sértaklega tilhafður fyrir þessar þokkadísir. Þær sýndu Leó mikið meiri áhuga en mér og brostu til hans svo skein í hvíttar tennurnar. Mig langaði hrikalega til að biðja þær um að stilla sér upp

Lesa meira

HEIM AFTUR

Ég fór til Íslands í þann 8. maí. Erindið var tvíþætt. Annarsvegar að vera kynnir á Skjaldborgarhátíðinni 2008 og svo að setja upp eldhúsinnréttingur fyrir mömmu og Ottó. Allt þetta gékk vel og nú er ég komin heim til Svíþjóðar. Bessi og Leó tóku fagnandi á móti mér. Ég var þreyttur eftir flugið enda hafði vaknað kl 03 og lítið sofið nóttina áður. Ég fór því snemma í háttinn. það er svolítið skrýtið að fara aftur í fæðingarorlofstempóið eftir hasarinn

Lesa meira

Site Footer