GRÁTLEGT HLÁTURKAST

Sjálfstæðisflokkurinn er í stórkostlegri kreppu. Núna er allur krafturinn, allur infrastrúkturinn og allt powerið í þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins settur í þann eina farveg að fresta birtingu skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar þar til EFTIR þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

REALITY CHECK 101

Því miður þá fór það svo að Icesavemálið varð strax pólítískt. Þetta risa mál sem kemur í rauninni stjórnmálum ekkert við, og á að snúast um hvað sé best í stöðunni, snérist eiginlega strax um eitthvað annað. Eitthvað annað en það sem var best í stöðunni. Það fór í rauninni að snúast um skrattann á veggnum. Stjórnarandstaðan, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn notaði Icesavemálið strax sem smoke screen til þess að beina sjónum þjóðarinnar frá Hruninu og afleiðingunni af stefnu Sjálfstæðisflokksins s.l. 18

Lesa meira

FATTLAUS FJÁRMÁLARÁÐHERRA

Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Steingrím fjármálaráðherra. Hann undrast stórum þvermóðskufullt málþóf Sjálfstæðismanna og hinna stjórnarandstöðuflokkanna. „Við höfum gert þrjár meiri háttar tilraunir til að koma vitinu fyrir þau, en þær hafa ekki borið árangur ennþá. Mikið lengra getum við ekki teygt okkur því þá værum við að búa til slíkar aðstæður í þinginu að ekki verður búið við.“ Svo mörg voru þau orð.

STYRMI HRÓSAÐ

Silfur Egils í gær var áhugavert eins og endranær. Styrmir, gamli Moggaritstjórinn óð þar með súðum og kynnti til sögunnar Ísland framtíðarinnar. Íslandið sem reist verður úr rústum efnahagsstefnu Sjalfstæðisflokksins og Framsóknar (með aðkomu Samfylkingar, -ekki má gleyma þeim) Myndin sem Styrmir varpar upp er skýr. Og við þekkjum hana vel.

MAÐURINN SEM GUFAÐI UPP

Ég las einhverntíman sögu um mann sem gufaði upp. Hann var „hreinsaður“ burtu úr einhverju austantjaldsógeðinu. Allar ljósmyndir af honum voru brenndar. Fæðingarvottorð, einkannir úr skóla, skattaskýrslum þessa manns var eytt. Öllum pappír sem varðaði þennan horfna mann var eytt. Ekkert varð eftir. Ekkert nema hatturinn hans sem hékk á snaga á gamla vinnustaðnum. Mér verður stundum hugsað um þennan mann sem hvarf þegar Sjálfstæðisflokkurinn tjáir sig um Icesave-málið. Þessir 700 miljarðar sem Sjálfstæðisflokkurinn berst nú á hæl og hnakka

Lesa meira

Site Footer