Í síðasta mánuði gerðist svolítið skemmtilegt. Ég hélt ræðu í Gautaborgarháskóla vegna opnunar á nýrri netorðabók. Ég var ekki eini ræðumaðurinn því „panellinn“ var skipaður færasta málvísindafólki í sænsku og íslensku og meir að segja Vigdísi Finnbogadóttur. Ég naut aðstoðar við mína ræðu frá nemendum mínum í Nygårdsskólanum. Þetta tókst ferlega vel og fór þannig fram að ég flutti lítinn inngang en nemendurnir mínir fluttu sögu sem ég valdi og smellpassaði við tilefnið.