ÁSKRIFENDUR MORGUNBLAÐSINS

Við skreytum okkur með allskonar prjáli sem aðgreinir okkur frá hvort öðru ellegar smalar okkur saman í hópa.  Fólk greinir sig í sundur eða saman með fatnaði.  Sumir ganga um í jakkafötum meðan aðrir spóka sig um í flís-galla. Klæðnaður fólks skipar okkur í félagslegar stíur.

HÓTEL BORG

Hótel Borg á 80 ára afmæli í dag. Þessu ber að fagna með afmælisbarninu með ósk um fróma framtíð. Byggingin sjálf er eitt fegursta hús Reykjavíkur, á besta stað og sannarlega bæjarprýði. Sem Reykvíkingur og miðbæjarmaður, þá hefur Hótel Borg átt sinn sess í minningunni. Þarna var vagga punksins ásamt Kópavogsbíó. Goðsagnakenndir punk-tónleikar áttu sér stað í stóra salnum. Hænum var slátrað þar sem núna eru sötraðir sorbei-ar. Það var líka á Hótel Borg sem ég heyrði fyrst electróníska danstónlist,

Lesa meira

Adam Lambert og KISS.

Eins og venjulega þá missi ég alltaf af straumhvörfum í poppmenningunni. Ég uppgötvaði t.d Sex Pistols árið sem Tupac var skotinn og Gangster rappið fattaði ég svo í vetur. Allt á sömu lund. Það er bara einn fasti í poppinu hjá mér. -Hjómsveitin KISS. Ég hef alltaf staðið með þeim í gegnum sætt og súrt. Ég man meir að segja þegar þeir gáfu út Dynasty og „I Was Made For Lovin You“ var vinsælt. Ég sá þá í Reiðhöllinni 92

Lesa meira

KISS OF DEATH – ÓSANNGJARN RITDÓMUR

Ég var að lesa gagnrýnin Extrablaðsins á tónleikunum með KISS í gær. Ég er eiginlega sammála þessum dómi. í dómnum segir m.a.Ennfremur segir í dómnum að síðast þegar KISS kom til Kaupmannahafnar árið 1997 hafi annað verið uppi á teningnum því þrátt fyrir að þeir tónleikar hefðu farið fram í þrumuveðri, þá voru þeir ógleymanlegir. ”God of Thunder” hljómaði einhvernvegin alveg rétt þetta kvöld fyrir 11 árum. Dómurinn er vægðarlaus: Þetta get ég tekið heilshugar undir. Paul Stanley hljómaði eins

Lesa meira

KISS 35 ÁRA

Ég fór á KISS tónleika í gær í Kaupmannahöfn. Hitti Ara vin minn, Dodda nýja vin minn og tvo félaga Ara frá Englandi. Ég keyrði frá Gautaborg og sóttist ferðin vel. Tónleikarnir voru bísna góðir. Fjórmennningarnir í KISS hafa öðlast fastan cult-status og eru dýrkaðir og dáðir fyrir þrautsegjuna í rokkinu, útlitið, sjóvið og tónlistina. KISS eru heiðarlegir að einu leiti umfram aðar rokksveitir. Þeir eru heiðarlegir í sýndarmennskunni og eru ekkert að fela það að þeir eru að græða

Lesa meira

KISS Í KVÖLD

Ég fer á eftir til Kaupinhafn að hitta vin minn hann Ara Eldjárn. Við erum að ég held, einu KISS aðdáendur Íslands amk þeir sem þora að viðurkenna það. KISS fylgjendur eru flestir í skápnum. Fólki finnst förðuðu fjórmenningarnir hallærislegir. það getur alveg verið rétt, en þeir slá tón í hjarta mínu, likt og Gene slær bassann í lagniu God of Thunder. Ari og ég vorum grannar á Ásvallagötunni en kynntumst fyrst almennilega á Skjaldborgarhátíðinni 2007. Þar fer um völl

Lesa meira

Site Footer