Fyrsta bókin sem ég kláraði þessi jól var bókin Ævintýraeyjan eftir Ármann Þorvaldsson en Ármann þessi vann sér það til frægðar að stjórna KSF-banka í London (útibúi Kaupþings í Englandi) og láta Tom Jones og Duran Duran syngja undir í einhverjum veislum sem hann hélt. Satt best að segja gat ég eiginlega ekki látið þessa bók frá mér en af öðrum ástæðum en venjulega. Sumt í þessar bók gerði mig alveg orðlausan meðan annað var ferlega fræðandi. Áður en ég …
Efnisorð: Kaupþing
Það er deginum ljósara að Bjarni Ben verður formaður Sjáfstæðisflokksins. Hann er ekki hluti af Davíðs-geðveikinni sem rústaði landinu. Hann stendur fyrir gömlu gildin í Flokknum. -Sem er gott. Hefðbundin, hófsaman og mannlegan íhaldsflokk hefur vantað í landið um langt skeið. Svoleiðis stjórnmálaflokkur á sannarlega erindi inn í litróf stjórnmálanna.
Í sænsku sjónvarpsfréttunum fyrir nokkrum dögum var fréttaskýring af fjármálakreppunni sem hrjáir flest vestræn lönd. Svíjar tala mikið um „finans-krisen“ og vita, ekki frekar en Íslendingar, hvernig kreppan mun haga sér. Í lok fréttarinnar var fréttamaðurinn með hugleiðingu um hvort einhverjir bankar færu á hausinn. Fréttamaðurinn nefndi enginn nöfn en undir fréttinni var ítarleg innskot af Kaupþings bankanum í Stokkhólmi og Gautaborg. Enginn annar banki var notaður sem myndefni fyrir fréttina. Hughrifin sem þessi frétt vakti voru þau að Kaupþing …