SVINDLIÐ AFHJÚPAÐ !!

Það var eins og mig grunaði.  Þessi undirskriftasöfnun á kjosa.is, er meira en lítið vafasöm.  Í Kastljósþættinum í gær var viðmælandi minn, Frosti Sigurjónsson spurður hversvegna ekki væri krafist staðfestingar á undirskriftum í gegnum tölvupóst (eins og er al-vanalegt).  Hann tók undir þessa gagnrýni mína og sagði þetta “góða hugmynd” en ekki hafi gefist tími til að útfæra þetta.

ÓÞVERRAHÁTTUR KJARTANS MAGNÚSSONAR

Það kom mér svolítið á óvart hve aðgangshörð Brynja í hjá RÚV í eftirminnilegu viðtali í Kastljósinu.  Svo rammt kvað að þessu að sumt virkaði bara asnalega.Það mætti skilja á Brynju Þorgeirsdóttur að hún skilji ekki að þegar þarf að skera niður, þá þarf að skera niður og það er leiðinlegt fyrir einhverja.  Furðulegt að umræðan geti ekki farið af þessu fíflalega plani.

AFHJÚPUN ÁRNA SIGFÚSSONAR

Kastljósþátturinn í gær, þar sem Árna Sigfússon bæjarstjóri hins gjaldþrota Reykjanesbæjar var viðmælandi þáttarins, markar ákveðin tímamót.  Ég beinlínis gapti yfir þessu viðtali.  Svo mjög að ég þurfti að spila viðtalið þremur sinnum og í síðasta skiptið fékk ég mér kakómalt og kremkex.

ÉG VISSI EKKI AÐ BYSSAN VAR HLAÐIN…

Hann var ekki traustvekjandi Sjálfstæðisþingmaðurinn Ásbjörn Óttarsson í Kastljósinu í gær. Iggldi sig og skældi við spurningar Helga Seljan. Ég held að þetta viðtal marki ákveðin þáttaskil. Ég hef á tilfinningunni að hér eftir muni þingmenn sem eru grillaðir svona eftirminnilega, ekki eiga afturkvæmt í þungavigtarumræður, hverjar sem þær kunna að vera.

TAKIÐ EFTIR ÞVÍ HVAÐ HANN TITRAR

Ég var rétt í þessu að horfa á viðtal við Ólaf F borgarstjóra Reykjavíkur í Kastjósinu frá því í gær. Þetta viðtal sætir tíðindum. Borgarstjóri segir blákalt að hann hafi aldrei farið illa með fé almennings og hafi náttúrulega aldrei gert á sínum borgarstjórnarferli…. Heyr á endemi! -Maðurinn er nýbúin að kaupa ónýta kofa við Laugaveg fyrir 500 milljónir! Stundum held ég að Ólafur F haldi að hann geti talað burtu staðreyndir. Hugsar sem svo að með því að jarma

Lesa meira

Site Footer