KÖGUN: YFIRVARP OG ENDALOK

Þegar hér er komið sögu er Gunnlaugur í hrikalegri stöðu.  Mogginn fjallaði ýtarlega um Kögunarmálið þann 10. maí í svakalegri grein sem alveg má flokka sem tímamótagrein í íslenskri blaðamennsku.  Þann 12. maí kemur svo Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins og nýbakaður utanríkisráðherra Gunnlaugi til aðstoðar í frétt í Mogganum.  Inntak varnarinnar var að Gunnlaugur hafi ekkert gert rangt enda er ekki kveðið á um hömlur á eignarhaldi, í Kögun, heldur aðeins að tilkynnt sé um ef einhver eignist meira en 5% í Kögun.  Furðuleg regla,

Lesa meira

15. MAÍ 1998. – BOMBURNAR FALLA

Eftir tímamótagrein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu er ljóst að Mogginn hefur fengið nóg af svívirðilegu einkavæðingarbraski Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.  Salan á Síldarverksmiðju ríkisins var í fersku minni og vakti óbragð í munni allra sem fylgdist eitthvað með samfélagsmálum á þessum tíma. Grein Agnesar er óvenju beinskeytt, löng og greinilegt að hún hefur kynnt sér málið í þaula.  Morgunblaðið fjallaði um málið í leiðara þann 12. maí og tónninn var skýr.  „Þetta er óþolandi og við eigum ekki að líða þetta“.  Kíkjum á nokkur dæmi:

HEY…… EIGUM VIÐ EKKI AÐ HÆTTA ÞESSU?

Ég held að ég hafi tekið alla mögulega málstaði í Icesavemálinu. -Svei mér þá. Þetta er svo erfitt mál að ég held að verra mál fyrir þjóð að ákveða er útilokað. Það eru svo margar breytur í því að ég held að hvernig sem fer, þá fer þetta mál einhvernvegin hroðalega. Því miður varð þetta mál strax pólitískt og hagsmunir flokkanna voru strax teknir fram fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Skrumið hleypur fram eins og fúllt jökulhlaup. Veikir stjórnmálaleiðtogar nota þetta mál

Lesa meira

Site Footer