Ég hef nú fjallað um bréf sem Vigsdís Haukdsóttir skrifaði og hefur sent út um allar koppagrundir. -Svarað því líð fyrir lið!
Efnisorð: Jón Ásgeir Jóhannesson
Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og telur sér það til vegsemdarauka að breiða út óhróður um allskonar fólk sem hún telur tengjast Samfylkungunni á einhvern hátt.
Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og telur sér það til vegsemdarauka að breiða út óhróður um allskonar fólk sem hún telur tengjast Samfylkingunni á einhvern hátt.
Ég hef svolítið gaman að stafavíxli eins og svo margir aðrir. Það er til íslenskur stafavíxlari sem er alveg hreint ágætur.
Það er athyglisverð grein í Aftonblaðinu um Jón Ásgeir Jóhannesson. Fyrirsögnin er ekkert að skafa af því. „Frá glaumgosa til glæpamanns“. Ekkert nýtt að mér sýnist, en athygli vekur að í „bildspecial“ undir greininni er hægt að kynnast öðrum fjármálaskúrkum.
Ég er þess fullviss að eitt að því mikilvægasta sem vantar fyrir Ísland núna er samstaða. Einhver tilfinning sem segir okkur öllum að næstu 3 -4 ár verði erfið. Nú verðum við öll að setja undir okkur hausinn og vaða yfir þetta, jafnvel þótt það kosti blóð svita og tár. -Þetta er nauðsynlegt.
Það var fróðlegt að sjá Silfur Egils í gær. Sérstaklega viðtalið við Roger Boyes sem hefur skrifað bók um hrunið. Þar kemur hann reyndar inn á atriði sem ég ef bloggað um áður.
Ég var að horfa á TV4 hér í Sverige. það var lítilega minnst á að íslenka ríkið hefið keypt 75% hlut í Glitni. Mesta púðrið fór í að fjalla um björgunaraðgerðir fyrir aðra banka. Hversvegna í andskotanum fékk þetta fyrirtæki ekki bara að fara á hausinn? Jói í Blikksmiðjunni fer á hausinn, Dóra í Hár og púður en ekki bankinn hans Jóns Ásgeirs! Getur einhver sagt mér hvað er svona hræðilegt við að Glitnir verði gjaldþrota? Eignir hans seldar og …