GÓÐ TÍÐNINDI

Loksins loksins virðist sem svo að Hreyfingin ætli að styðja ríkisstjórnina.  Ég hef eiginlega aldrei skilið almennilega hversvegna Hreyfingunni var ekki boðið í stjórnarsamstarf eftir hrunið.  Aðkoma þessa nýja stjórnmála-afls lá einhvernvegin í loftinu og var svo augljóst og eðlilegt í ljósi þeirrar aðkallandi endurnýjunar sem hrunið skildi eftir sig.

GEORGE ANDRÉ KOHN

Í apríl 1945 komust herir bandamanna inn fyrir mæri hins nasíska Þýskalands.  Það var þó ekki fyrr en 8. maí sem Þýskaland gafst upp.  Þennan tíma frá innrásinni og allt fram að uppgjöf, reyndu margir sem framið höfðu glæpi undir verndarvæng nasista, að dylja þá með því að losa sig við sönnunargögn.

MILLI ÍSBJARNA

Ég hef tekið eftir því í krataumræðunni hér í Svíþjóð að Jóhanna Sigurðardóttir er orðin þekkt nafn og það kæmi mér ekki á óvart að vegsemd hennar ætti eftir að aukast enn frekar þegar liður á seinni hluta kjörtímabilsins.Ég ætla að vera sá fyrsti sem segir þetta.  Jóhanna Sigurðardóttir gnæfir yfir aðra sósíaldemókrata á Íslandi frá upphafi.  Hún er „stóri stjórnmálamaðurinn“ sem við kratar höfum verið að bíða svo eftir.  Kannski var hún akkúrat rétta manneskjan í þetta erfiða hlutverk á þessum erfiðustu tímum lýðveldissögunnar.

STAÐUR OG REYND

Hafi einhver áhuga á staðreyndum málsins um nýju upplýsingalögin skal viðkomandi bent á eftirfarandi glósu á fésbókarsíðu Hrannars Björns Arnarssonar.  Hafi hinsvegar fólk meiri ánægu af upphrópunum, gífuryrðum, rifrildum, meinsæringum eða vænissjúkum öskrum út í loftið, er þeim hinum sömu bent á að hætt að lesa.

SKYLDI ÍSLANDSKLUKKAN HLJÓMA?

Mér líst vel á hugmyndir um að setja rosaskatt á bankatoppana.  Höfum í huga að Arion, Glitnir og Landsbankinn fengu miljarðatugi frá skattgreiðendum bara til þess að tóra.  Höfum eitt á tæru.  Ekki erum að ræða ofurskatta á duglega viðskiptamenn, lánsama sjómenn eða þessháttar.  Um er að ræða bankatoppa hinna föllnu banka sem fengu miljarðatugi frá skattgreiðendum.

ÁHRIFAMIKIÐ BRÉF UM ÓHRÓÐUR VIGDÍSAR HAUKSDÓTTUR

Ég hef nú fjallað um bréf sem Vigsdís Haukdsóttir skrifaði og hefur sent út um allar koppagrundir. -Svarað því líð fyrir lið!

VIGDÍS HAUKSDÓTTIR OG VINNUBRÖGÐIN

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Hún er einkum þekkt fyrir það að fara með fleipur og staðlausa stafi auk þess að vera fixeruð á Samfylkinguna einhverra hluta vegna.Nýjasta útspilið í þeim hráskinnaleik er eitthvað ómerkilegasti fjölpóstur sem ég hef séð á internetinu, og hef ég séð ýmislegu skola á land úr kyrrahafi internetsins

JÓHANNA VEÐUR Í ÞETTA

Það er ekki oft sem ég verð eins og umhverfður í þakklætistilfinningu þegar íslensk stjórnmál bera á góma.  það gerðist nú samt þegar ég sá þennan póst frá Samfylkingunni:

Site Footer