SÉR-ÍSLENSKT

Það hefur verið sérkennilegt í meira lagi að fylgjast með fréttum frá Íslandi að undanförnu.  Sumt er eiginlega grátlegt.  Þetta er eins og einhver revía í leiðinlegri kantinum.  Sumt kemur mér fyrir sjónir sem „sér-íslenskt“.  Því miður get ég ekki skilgreint þetta nákvæmar.  Samt verð ég nú að segja að þessi frasi  að eitthvað sé „sér íslenskt“ , er fyrir mér jákvæður.  Mér finnst sér íslenskt að sama manneskjan skúri sjoppu á kvöldin og selji tölvur á daginn.  Það er líka sér íslenskt að fá góða pylsu

Lesa meira

ÞJÓÐERNISSTEFNA OG FJÖLMIÐLAR

„Yet our best trained, best educated, best equipped, best prepared troops refuse to fight! Matter of fact, it’s safe to say that they would rather switch than fight!“  -Martin Luther King Jr.

GLÍMUSÝNING Í HÁSKÓLABÍÓ

Grundvöllur æðri hugsunar er að nota tákn og skilja tákn. Dýrategundin sem við tilheyrum (Homo Sapiens) getur þetta og hefur þróað með sér heilt tjáskiptakerfi sem meira og minna er byggt upp með táknum. Persónugervingar, líkingar. Já við þekkjum þetta úr ljóðagreiningu úr framhaldskóla. Táknin er þó víðar og þegar kemur að stjórnmálum eru táknin býsna skýr.

MISSKILNINGUR

 Það er munur á misskilingi og grundvallarmisskilningi. Þegar einhver ætlar að beygja til vinstri, og beygir til hægri, er það misskilingur. Grundvallarmisskilningur er þegar einhver heldur að vinstri sé hægri og hægri sé vinstri. þessi tegund af misskilningi er því miður í gangi hjá ákveðnum hluta þess ágæta fólks sem situr nú við að smíða tillögur af betri stjórnarskrá fyrir Ísland.

REYKJAVÍK Í AUGUM HINS BROTTFLUTTA

Eins og tæplega helmingur landsmanna er ég Reykvíkingur.  Eins og flestir Reykvíkingar þá liggja ættarþræðir mínir flestir annað en til Reykjavíkur því móðurfólkið mitt eru sunnlendingar og amma mín í föðurætt á ættir að rekja til Flateyjar á Breiðafirði og norðurlands sé farið aftar í söguna.  Afi minn í föðurætt er reyndar fágætt eintak, því hann var Reykvíkingur í húð og hár.  Fæddur á Bræðraborgarstíg þakka ykkur fyrir.  Hann hét Sveinn Þórarsson.  Hann lifði alla tíð í Reykjavík og lengst á Tungötu 49 með ömmu minni.  Ég

Lesa meira

LANDSLAGSSERÍA 2 (41 til 50) – ENDIR –

Hérna koma svo síðustu 10 myndirnar úr „Landslagsseríu 2“.  Eins og venjuega hef ég 2 útgáfur.  Eina litla og eina stóra.  Stóru útgáfunum er hægt að hlaða niður og prenta í stóru formati.  Ég ætla að gera það og láta ykkur sjá afraksturinn.  Ef einhvern vantar ennþá stærri upplausn þá má hinn sami senda mér póst því ég hef aðganga að gríðarlega góðum skanner sem getur tæknilega skannað í svo stórri upplausn, að smámynd er hægt að framkalla á heilu fermetrana.

Site Footer