ÁFRAM IKEA !!

Með ákvörðun sinni um að lækka verð á öllum vörum sínum vegna góðs hagnaðar fyrirtækisins, hefur IKEA slegið tón sem ég vona að muni heyrast oftar.  Hér er um að ræða heilbrigðan og góða kapítalisma sem miðar að því að allir hagnist.

KALLAX EÐA EXPEDIT ?

Margir kannast við Expedit hillurnar sem fást í Ikea.  Ástæðan er ekki síst sú að Expedit hillurnar eru einfaldar, frekar flottar og afar praktískar.  Þær má nota í barnaherbergið eins og stofuna og endalausir möguleikar varðandi útfærslur.  Heill bransi þrífst utan í þessum hillum því vinsælt er að breyta þeim eftir því sem hver og einn vill.  Expedit hillurnar eru ótrúlega vinsælar, á góðu verði og miljónir ánægðra viðskiptavina geta varla haft rangt fyrir sér.

LEIÐINLEGA SVÍÞJÓÐ

Þessi Adrian Hutchcinsons sem var í Silfrinu í gær hafði víst orð þá því að Skandínavísku löndin væru svo leiðinleg. Ég skil ekki alveg þessa fullyrðingu en hef heyrt hana oft áður. Íslendingar sérstaklega, hafa mikla fordóma gagnvart Svíþjóð. Segja að íbúana leiðinleg reglugerðarfrík sem eru sneyddir kímnigáfu. Fordómar Íslendinga kristallast vel í Bjarnfreðssyni sem er sífellt að mæra Svíþjóð.

Site Footer