BÆTUR VEGNA TJÓNS – JÁ TAKK

Nú hefur komið á daginn að áætlað tjón vegna aðgerða Breta í miðjuefnahagshruninu var 5.2 miljarðar.  Bjarni Benediktsson fer mikinn og vill krefja Breta um bætur.  Mér finnst það góð hugmynd.  Mér finnst reyndar galið að persónan Bjarni Benediktsson skuli fara fram á þetta.

„ÉG GERÐI ÖLL MÁL TORGRYGGILEG“

Styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið samstaðan.  Ég man bara eftir einum klofningi úr Sjálfstæðisflokknum þegar Borgaraflokkurinn var stofnaður.  Sjálfstæðismenn hafa skilið mátt samstöðunnar og hafa leyst deilur sín í milli, eða jafnvel búið við þær um langa hríð, án þess að kvarnist upp úr samstöðunni.  Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði meir að segja ekki þegar Gunnar Thoroddsen, sneri á Engeyinga og gerðist forsætisráðherra.

..STUTTA ÚTGÁFAN

Icesave-kosningarnar snúast ekki um „skuldir óreiðumanna“ eða „hótanir nýlenduvelda“ eins og oft er haldið fram.  Ekki einu sinni barnaþrælkun Þetta er ástæða málsins. Ísland skrifar undir EES samninginn.  Hann færði okkur allskonar góða hluti en til að virja samninginn þurfti Ísland að taka upp allskonar reglur. Ein af þessum reglum var að íslenska ríkið ábyrgðist 20.000 evrur á hvern reikning í íslenskum bönkum ef svo ólíklega vildi til að íslenskur banki færi á hausinn. — — —- ………Íslenskur banki fer á hausinn. — — —- —– Hvað

Lesa meira

ALDREI TALAÐ UM ÞETTA

Þó að Icesave-málinu hafi verið rætt fram og til baka er eitt atriði sem aldrei er rætt um.  Það eru hagsmunir íslendinga sem búsettir eru erlendis við námi, leik eða störf.  Það eru þúsundir Íslendinga sem búa erlendis einhvern hluta ævinnar til að mennta sig, vinna eða hvað sem er. Flestir snúa aftur heim í Íslands því þar viljum við vera og beinin okkar bera. Vinafólk okkar hér í Gautaborg hyggur á heimflutning í haust.  Þau hafa nýlokið námi og ekkert í stöðunni annað en að

Lesa meira

SÆTTUMST UM SÁTT

Því á rödd hófseminnar svo erfitt uppdráttar á Íslandi?  Hversvegna geta slagorð er höfða til þjóðerniskenndar eða blindrar réttlætiskröfu endalaust náð hjörtum landans. Enn á ný eru það þessi öfl sem ráða ferðinni. Nú í uppgjöri Icesave, þar sem stór hluti landsmanna ætlar að segja NEI NEI… eða þá STÓRT NEI. Ekki dugar bara að segja nei við spurningunni á kjörseðlinum, því í leiðinni á að senda á sterk skilaboð til umheimsins: Við látum ykkur ekki buga okkur. Hvaðan kemur þessi reiði og ofstopi, í hvaða ham

Lesa meira

NO-BRAINER

Það er sorglegt hvernig þetta Icesave-mál hefur þróast.  Í byrjun fannst mér reyndar alveg ljóst að skotgrafirnar voru tilbúnar og fólk henti sér ofan í þær eftir því sem því leið innanbrjósts.  Ég sagði það í upphafi þessarar baráttu þetta væru mikilvægustu kosningar sem ég og mín kynslóð myndum taka þátt í og að kosninginn myndi ekki snúast um samninginn sjálfan. -Heldur eitthvað allt annað. Mér sýnist á öllu að ég hafi hitt naglann á höfuðið.  Reyndar sé ég bara netið, enda búsettur í Svíþjóð, en

Lesa meira

STÓRGÓÐ GREIN

Greinin hefst á þessum orðum „Á laugardaginn verður kosið um það hvort Icesave lögin skuli halda gildi sínu. Langflestir sem ætla sér að greiða atkvæði vilja taka afstöðu í málinu byggða á réttum upplýsingum um afleiðingar kosningaúrslitanna en ekki óskhyggju eða áróðurskenndum upphrópunum.“ Hverju orði sannara. Kjósum með heilanum. Kjósum þetta mál út af borðinu. Lokum þessu. Kjósum já.

SPKEF OG ICESAVE – MERKILEGUR SAMANBURÐUR

Ef að nei-urum er alvara með prinsippið að „ekki borga skuldir óreiðumanna“,þá þurfa þau að útskýra eftirfarandi senaríó fyrir mér. Þegar Spkef er tekin yfrir af ríkinu var bankinn farinn á hausinn.  Allir peningar tapaðir líka peningarnir sem voru inn á bankabókum viðskiptavinanna.  Nú má alveg kalla þá sem ráku SPkef „óreiðumenn“ eða eitthvað.  Fjármagns-ævintýrin þeirra fóru út um þúfur.

SYNGUR EINS OG KANARÍFUGL

Loksins er að komast mynd á sakamálin sem urðu til í kjölfar efnahaghrunsins og í eftirmála þess.  Sérstakur saksóknari á hrós skilið en auðvitað hefur þetta tekið tíma.  Ekki aðeins að málin séu mörg, heldur er flækustigið i þeim á parið við útreinknga Geimferðastofnunar Bandaríkjamanna (NASA)

Site Footer