HREYFINGIN Í LYKILSTÖÐU

Ég hef oft viðrað þá hugmynd mína að Hreyfingunni hefði átt að vera boðið í hópinn þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð.  Það virkaði alltaf svolítið þvermóðskulegt á mig þegar Steingrímur og Jóhanna ætluðu bara „að taka þetta“.  Það hefði verið betra að hafa með sér Hreyfinguna sem var sannarlega birtingarmynd um ákall til einhverskonar breytinga.

GÓÐ TÍÐNINDI

Loksins loksins virðist sem svo að Hreyfingin ætli að styðja ríkisstjórnina.  Ég hef eiginlega aldrei skilið almennilega hversvegna Hreyfingunni var ekki boðið í stjórnarsamstarf eftir hrunið.  Aðkoma þessa nýja stjórnmála-afls lá einhvernvegin í loftinu og var svo augljóst og eðlilegt í ljósi þeirrar aðkallandi endurnýjunar sem hrunið skildi eftir sig.

STURLAÐ FÓLK

Nú myndu flestir flokka Hreyfingua sem róttækt stjórnmálaafl.  Ég kaus þennan flokk (eða hvað á að kalla það) í kosningunum.  Ég trúði í alvöru á breytingar. Núna standa fyrir dyrum risa-breytingar á öllum sviðum þjóðfélagsins.

ÓÐURINN TIL SUNDRUNGARINNAR

Nú er búið að boða til bumbusláttar við setningu Alþingis.  Þetta hefur verið gert áður með misjöfnum árangri, en þó má segja að bumbu-berjararnir hafi náð að fylla út í hljómbotninn þegar nokkur þúsund manns söfnuðust saman til þess að mótmæla einhverju sem enginn veit almennilega hvað er.Þetta er náttúrulega hin mesta sensasjón og rosalega lífsfyllandi fyrir suma að tjá óánægju sína eða vonbrigði sín með því að öskra á ríkisstjórnina.  Já eða hafa þetta almennilegt og kasta matvælum í ráðherrana.

PLÚS OG MÍNUS FYRIR „HREYFINGUNA“

Hreyfingin fær plús í kladdann fyrir skögunglega framgöngu í ályktun um fjármál stjórnmálaflokkanna.  Stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að þiggja krónu frá fyrirtækjum.  Þeir verða bara að draga saman seglin og sníða sér stakk eftir ríkisstyrknum sem þeir nú þegar þiggja.  Hitt er bara ávísun á spillingu.

REALITY CHECK 101

Því miður þá fór það svo að Icesavemálið varð strax pólítískt. Þetta risa mál sem kemur í rauninni stjórnmálum ekkert við, og á að snúast um hvað sé best í stöðunni, snérist eiginlega strax um eitthvað annað. Eitthvað annað en það sem var best í stöðunni. Það fór í rauninni að snúast um skrattann á veggnum. Stjórnarandstaðan, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn notaði Icesavemálið strax sem smoke screen til þess að beina sjónum þjóðarinnar frá Hruninu og afleiðingunni af stefnu Sjálfstæðisflokksins s.l. 18

Lesa meira

Site Footer