SKEMMTILEG SAGA

Í haust þegar ég var eitthvað að bauka með strákunum, kom til mín nágranni minn léttur í lundu og spurði mig hvort ég væri Íslendingur.  Ég játti því eins og vera ber.  Þá sagðist hann hafa verið á Íslandi í sumar og veðrið hefði verið frábært, Ísland frábært, Íslendingar frábærir og maturinn frábær.  Sá var heldur en ekki betur í skýjunum.  „Síðasta kvöldið fyrir brottför, borðuðum við svo bestu máltíð sem ég hef smakkað.  það veitingastaðurinn var við hliðina á „Rikstagshuset“

HÓTEL BORG

Hótel Borg á 80 ára afmæli í dag. Þessu ber að fagna með afmælisbarninu með ósk um fróma framtíð. Byggingin sjálf er eitt fegursta hús Reykjavíkur, á besta stað og sannarlega bæjarprýði. Sem Reykvíkingur og miðbæjarmaður, þá hefur Hótel Borg átt sinn sess í minningunni. Þarna var vagga punksins ásamt Kópavogsbíó. Goðsagnakenndir punk-tónleikar áttu sér stað í stóra salnum. Hænum var slátrað þar sem núna eru sötraðir sorbei-ar. Það var líka á Hótel Borg sem ég heyrði fyrst electróníska danstónlist,

Lesa meira

Site Footer