KRÓNAN LÆTUR FRAMLEIÐA OST Í HOLLANDI

Mér finnst gaman að versla.  Ég versla oftast í Krónunni út á Granda og það er mjög fín búð. Það er oftast frekar tíðindalítið en um daginn rakst ég á danska síld sem var töluvert ódýrari en sú sem er framleidd hérlendis.  Mér fannst það svolítið merkilegt.  En það sem var eiginlega merkilegra var að ég rakst á gouda-ost sem er framleiddur í Hollandi fyrir Krónuna.

SPKEF OG ICESAVE – MERKILEGUR SAMANBURÐUR

Ef að nei-urum er alvara með prinsippið að „ekki borga skuldir óreiðumanna“,þá þurfa þau að útskýra eftirfarandi senaríó fyrir mér. Þegar Spkef er tekin yfrir af ríkinu var bankinn farinn á hausinn.  Allir peningar tapaðir líka peningarnir sem voru inn á bankabókum viðskiptavinanna.  Nú má alveg kalla þá sem ráku SPkef „óreiðumenn“ eða eitthvað.  Fjármagns-ævintýrin þeirra fóru út um þúfur.

SYNGUR EINS OG KANARÍFUGL

Loksins er að komast mynd á sakamálin sem urðu til í kjölfar efnahaghrunsins og í eftirmála þess.  Sérstakur saksóknari á hrós skilið en auðvitað hefur þetta tekið tíma.  Ekki aðeins að málin séu mörg, heldur er flækustigið i þeim á parið við útreinknga Geimferðastofnunar Bandaríkjamanna (NASA)

LÝÐSKRUM 101KENNT Á BIFRÖST?

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir ritar grein í Fréttablaðið. Þessi grein vakti töluverða athygli einhverra hluta vegna. Ég var ekki hrifinn af þessar grein dr. Herdísar og aðallega vegna þeirrar skammlausu þjóðrembu sem í henni birtist. Efnilega er greinin rýr og auðsvaranleg. Dæmi um þjóðrembuna er að finna í fyrstu greinaskilum.

Site Footer