Margir kannast við Expedit hillurnar sem fást í Ikea. Ástæðan er ekki síst sú að Expedit hillurnar eru einfaldar, frekar flottar og afar praktískar. Þær má nota í barnaherbergið eins og stofuna og endalausir möguleikar varðandi útfærslur. Heill bransi þrífst utan í þessum hillum því vinsælt er að breyta þeim eftir því sem hver og einn vill. Expedit hillurnar eru ótrúlega vinsælar, á góðu verði og miljónir ánægðra viðskiptavina geta varla haft rangt fyrir sér.