11 DAGAR

Nú eru 11 dagar síðan ljóst varð að Gunnlaugur M. Sigmundsson myndi stefna mér fyrir meiðyrði.  Eins og ég hef sagt áður þá vissi ég af stefnunni, dómtökunni og allt það, en trúði því barasta ekki að hann myndi fara alla leið með þetta.

KÖGUN: YFIRVARP OG ENDALOK

Þegar hér er komið sögu er Gunnlaugur í hrikalegri stöðu.  Mogginn fjallaði ýtarlega um Kögunarmálið þann 10. maí í svakalegri grein sem alveg má flokka sem tímamótagrein í íslenskri blaðamennsku.  Þann 12. maí kemur svo Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins og nýbakaður utanríkisráðherra Gunnlaugi til aðstoðar í frétt í Mogganum.  Inntak varnarinnar var að Gunnlaugur hafi ekkert gert rangt enda er ekki kveðið á um hömlur á eignarhaldi, í Kögun, heldur aðeins að tilkynnt sé um ef einhver eignist meira en 5% í Kögun.  Furðuleg regla,

Lesa meira

15. MAÍ 1998. – BOMBURNAR FALLA

Eftir tímamótagrein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu er ljóst að Mogginn hefur fengið nóg af svívirðilegu einkavæðingarbraski Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.  Salan á Síldarverksmiðju ríkisins var í fersku minni og vakti óbragð í munni allra sem fylgdist eitthvað með samfélagsmálum á þessum tíma. Grein Agnesar er óvenju beinskeytt, löng og greinilegt að hún hefur kynnt sér málið í þaula.  Morgunblaðið fjallaði um málið í leiðara þann 12. maí og tónninn var skýr.  „Þetta er óþolandi og við eigum ekki að líða þetta“.  Kíkjum á nokkur dæmi:

VISIR.IS Á VILLIGÖTUM

Ég er nýbúin að sjá ferlega fræðandi og skemmtilega heimildamynd um s.k stealth-hönnun sem er notuð í nýjustu herþoturnar.  Þar var greint frá þegar þetta uppgötvaðist en það var fyrir tilviljun eins og flestar stórar uppgötvanir í vísindaheiminum.Í myndinni (sem mig minnir að hafi verið frá Nationanl Geographic) var sagt frá því þegar F-117 Nighthawk flugvélin kom fyrst fyrir sjónir almennings í fyrstu innrásinni inn í Írak.  þessi flugvél vakti gríðarlega athygli og studdi þá skoðun sem mikið var haldið í frammi, að núna loksins væri

Lesa meira

HALLDÓR ÁSGRÍMSSON LAUG

Merkilegasta frétt síðast liðinnar viku eru afhjúpanir á leyniskjölum frá Íslandi í kringum stuðninginn við Íraksstríðið. Þar kemur algerlega í ljós að stuðingurinn var ekki af siðferðislegum toga, eins og haldið var fram, heldur var hann notaður sem skiptimynt til þess að reyna að fá Bandaríkjamenn til þess að hætta við að leggja niður herstöðina í Keflavík.

SAMHENGI HLUTANNA

Samhengi hlutanna getur verið svolítið dularfullt.  Ég er t.d alveg fullviss um að margir stórviðburðir sögunnar eiga sér aðrar og hversdagslegri rætur en kenndar eru í sögubókum.  Var ekki búið að rekja frönsku byltinguna til uppskerubrests í Frakklandi sem svo var tilkominn vegna Skaftárelda?  Var ekki innrás Bandamanna inn í Normandí, tilviljunum háð meira og minna og árangursríkasta vopnið í innrásinni voru falskar upplýsingar til nasista.

NÚTÍMINN SÖKKAR

Ég hef oft sagt það í þessu bloggi að mér finnst nútíminn ömurlegur.  Ég beinlínis þoli hann ekki.  Sennilega vegna þess að ég skil hann ekki.  Ekki svo að segja að ég hafi eitthvað skilið nútímann í fyrir 20 árum betur, en hann var allavega „mitt turf“.  Núna er þetta bara rugl með einhverjum Gilsneggers sem ég fatta ekki og þessum leiðinlegu Sveppabræðrum sem telja sér það til vegsamdar að hafa sprænt í buxurnar i beinni útsendingu.

Site Footer