VINDHVIÐUR OG LOGN

Eftir að ljóst var að Gunnlaugur M. Sigmundsson ætlaði að gera alvöru úr hótunum sínum í minn garð eftir blogg sem ég birti undir nafninu „Formaður Framsóknarflokksins og hræðslan“, ákvað ég að hafa allt þetta mál, eins og það snýr að mér, opið og blogga um það.

KÖGUN. UPPHAFIÐ OG SKÝRSKOTUNIN

Eftir að Gunnaugur M Sigmundsson stefndi mér vegna bloggfærslu um Kögunarmálið, hef ég sökkt mér ofan í það af fullum krafti.  Ég er svo heppin að þetta mál er unnt að rannsaka all-gaumgæfilega gegnum internetið.  Fyrirbæri það sem kallast „Google“ er afar þarft í þessum erindagjörðum og hefur stoðað mig óskaplega.  Einnig eru flest allir prentmiðar landsins aðgengilegir á hinni stórkostlegu síðu, Tímarit.is.  Greinasafn Morgunblaðsins er fullt af efni um Kögunarmálið og ber blaðamennsku á Mogganum fagurt vitni.

GUNNLAUGUR M. SIGMUNDSSON STEFNIR MÉR

Jæja.  Þá er búið að stefna mér fyrir dóm.  Ekki skemmtileg reynsla en alveg óumdeilanlega „reynsla“.  Þetta mál hefur reyndar hangið yfir mér í nokkurn tíma eða allt frá því að ég fékk einhvers konar lögfræðihótun frá Gunnaugi M. Sigmundssyni í afmælisgjöf þann 23. mars. Til að gera langa sögu stutta (sögu sem ég mun segja á næstu vikum) þá breyttist þetta klögunarbréf í formlega stefnu.  Stefnuna fékk ég í lok maí.

RIGNINGARDAGUR

Þetta hefur verið hektískur dagur.  Málshöfðun Gunnlaugs M Sigmundssonar á hendur mér hljóp einhvern veginn í fjölmiðla og málið ruddist af stað.  Eins og ég sagði þá átti ég samt von á þessu en hélt að þetta myndi ekki fara af stað fyrr en eftir 28. júní.  Ég var eignilega að vona einhvers staðar að þetta myndi leysast öðruvísi. En það er víst orðið of seint héðan í frá.

SVO SANNARLEGA

Eins og lesendur bloggsins míns hafa ugglaust tekið eftir þá er miljarðamæringurinn Gunnlaugur M. Sigmundsson búin að stefna mér fyrir dóm vegna ummæla sem ég skrifaði á bloggið mitt.  Ummælin eru í raun ekkert sérstaklega merkileg og má lesa í yfirlýsingu sem að Gunnlaugur vildi að ég skrifaði undir.

Site Footer