FÆRSLU EYÐING ÚTSKÝRÐ

Ég eyddi færslu í gær.  Ekkert sérstaklega merkilegri færslu eða þvíumlíkt. Ég hef ekki oft eytt færslunum mínum og alltaf sagt frá því þegar það gerist.  Ég var að fjallaum Guðlaug Þór Þórðarson og þá furðulegu staðreynd að hann skuli þrátt fyrir allt, sitja eins og ekkert hafi í skorist á Alþingi.Ég fór eitthvað yfir strikið og var skammaður. Tók það til mín og hef vonandi betrast eftir þetta.

SYNGUR EINS OG KANARÍFUGL

Loksins er að komast mynd á sakamálin sem urðu til í kjölfar efnahaghrunsins og í eftirmála þess.  Sérstakur saksóknari á hrós skilið en auðvitað hefur þetta tekið tíma.  Ekki aðeins að málin séu mörg, heldur er flækustigið i þeim á parið við útreinknga Geimferðastofnunar Bandaríkjamanna (NASA)

HALLAR Á HALL

Guðlaugur Þór Þórðarson er merkilegur fyrir margra hluta sakir. En eins og allir vita þá ályktaði landsfundur flokksins hans Guðlaugs að sá skyldi hætta afskiptum af stjórnmálum.  Þetta er eftir því sem ég kemst næst, einsdæmi.  Guðlaugur er ekki bara umdeildur innan flokksins síns heldur er hann af mörgum talin göldróttur.það nægði t.d fyrir hann að taka upp tólið meðan hann lá skaðbrenndur á spítala, og hringdi í ákveðin mann (sem nú situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um stórfelldan efnahags-glæp) og það var eins og við manninn mælt.  -30

Lesa meira

GRÁTLEGT HLÁTURKAST

Sjálfstæðisflokkurinn er í stórkostlegri kreppu. Núna er allur krafturinn, allur infrastrúkturinn og allt powerið í þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins settur í þann eina farveg að fresta birtingu skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar þar til EFTIR þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

ICESAVE ER LÍFÆÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Veruleikinn er stundum fáranlegri en sýrðasti skáldskapur. Þannig er það nú bara. Sérkennilegustu aðstæður koma upp í veruleikanum sem enginn rithöfundur gæti mögulega toppað. Sjáið bara þegar Geir Haarde ætlaði að vera svona statesmanlike eins og í Bandaríkjunum og gera eins og Ameríkaninn. God bless America- eitthvað. Þýðingin varð að sjálfsögðu Guð blessi Ísland. Í samhengi ræðunnar var þetta eins og að kasta napalmhylki á óttabálið sem logaði í hjörtum landmanna. -Þetta er eigilega fyndið svona eftir á.

Site Footer