TAKA TVÖ

Það er sannarlega gleðilegt að vandamál gjaldeyrishaftanna virðast vera að leysast. Þau hafa verið á alltof lengi og kostað okkur alltof mikla peninga.  Það er hinsvegar uggvænlegt að enn og aftur standi fyrir dyrum að selja bankana.  En það tókst hrapallega síðast þegar það var gert eins og margir muna.  Mér líst satt best að segja ekkert á þetta og enn síður á að formaður efnahags og viðskiptanefndar Frosti Sigurjónsson telji það glapræði að aðrir en Íslendingar fái að kaupa

Lesa meira

STARFSMAÐUR Á PLANI?

Þeir sem gripið hafa til varna í Bankasýslumálinu hafa sagt að Páll Magnússon hafi bara verið starfsmaður í Viðskiptaráðuneyti Valgerðar Sverrisdóttur þegar Búnaðarbankinn var afhentur hinum alræmda S-hóp á silfurfati.

„RÉTTI MAÐURINN“

Eins og lesendur hafa tekið eftir, hef ég verið að skoða ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins.  Ég tel svo augljóst að maðkur sé í mysunni að ég er búni að panta afrit af öllum fundum, fundargerðum, minnisblöðum og öllu opinberu efni sem var skrifað í ráðherra tíð Valgerðar Sverrisdóttur.  Ég var sannfærður um að þar muni leynast svarið við spurningunni hversvegna óhæfasti umsækjandinn var valinn í embætti forstjóra Bankasýslu ríkisins

SKYLDI ÍSLANDSKLUKKAN HLJÓMA?

Mér líst vel á hugmyndir um að setja rosaskatt á bankatoppana.  Höfum í huga að Arion, Glitnir og Landsbankinn fengu miljarðatugi frá skattgreiðendum bara til þess að tóra.  Höfum eitt á tæru.  Ekki erum að ræða ofurskatta á duglega viðskiptamenn, lánsama sjómenn eða þessháttar.  Um er að ræða bankatoppa hinna föllnu banka sem fengu miljarðatugi frá skattgreiðendum.

HJÁLP !

Getur einhver sent mér skýrslunar þar sem endurskoðunarskrifstofurnar  KPMG og PWC eru staðnar að meðhjálparahlutverki í bankaránunum á Glitni og Landsbankanum.

HÆTTIÐ AÐ BERJA BUMBUR

Ég skildi ekki þessa bumbu-mótmæli í síðustu viku og skil þau reyndar ekki ennþá.  Ég var því bara nokkuð sáttur þegar ég sá einhversstaðar að Hörður Torfason skildi þau ekki heldur.  Ég held að þessi mótmæli hafi ekki beinst að neinu sérstöku eins og mótmælin í Búsáhaldabyltingunni.  Þetta voru svona „helvítis fokkíng fokk-mótmæli“.  Þarna voru VG-liðar, sjálfstæðismenn, anarkistar og einstæðir foreldrar.  Mér hætti að lítast á blikuna þegar ég sá nasistafána á lofti í miðjum mótmælunum.

BARNALÁNIN Í GLITNI

Umræðan um barnalán Glitnis í kringum BYR-braskið er á villigötum. Fólk virðist ekki fatta hvað átti sér stað þarna. Sumir jesúa sig og spyrja í óráði sjálfsupphafningarinnar, „hvernig foreldrar geti veðsett börnin sín“. Að græðgin hafi verið svo óstjórnlega að ómálga börn hafi verð „veðsett“. Aðrir gagnrýna starfsmenn Glitnis sem afgreiddu þessi barnalán. Ekkert þessa atriða skipta nokkru máli í stóra samhenginu. Þau útskýra vissa hluta málsins en varpa enganvegn ljósi á heildarmyndina. Barnalánsmálið er nefnilega svolítið merkilegt. Það kastar,

Lesa meira

GLITNIR Í SÆNSKA SJÓNVARPINU

Ég var að horfa á TV4 hér í Sverige. það var lítilega minnst á að íslenka ríkið hefið keypt 75% hlut í Glitni. Mesta púðrið fór í að fjalla um björgunaraðgerðir fyrir aðra banka. Hversvegna í andskotanum fékk þetta fyrirtæki ekki bara að fara á hausinn? Jói í Blikksmiðjunni fer á hausinn, Dóra í Hár og púður en ekki bankinn hans Jóns Ásgeirs! Getur einhver sagt mér hvað er svona hræðilegt við að Glitnir verði gjaldþrota? Eignir hans seldar og

Lesa meira

Site Footer