ALDREI TALAÐ UM ÞETTA

Þó að Icesave-málinu hafi verið rætt fram og til baka er eitt atriði sem aldrei er rætt um.  Það eru hagsmunir íslendinga sem búsettir eru erlendis við námi, leik eða störf.  Það eru þúsundir Íslendinga sem búa erlendis einhvern hluta ævinnar til að mennta sig, vinna eða hvað sem er. Flestir snúa aftur heim í Íslands því þar viljum við vera og beinin okkar bera. Vinafólk okkar hér í Gautaborg hyggur á heimflutning í haust.  Þau hafa nýlokið námi og ekkert í stöðunni annað en að

Lesa meira

FYRIRMYNDAR MARKAÐSSETNING

Ég tók mér lúxus-labbitúr úr vinnunni í dag.  Gekk nokkra kílómetra í ágætu veðri, alveg einn og frjáls eins og fuglinn.  Á ferðalaginu rambaði ég framhjá pizzeríu sem vakti athygli mina fyrir góða, markvissa og flotta markaðssetningu.

FURÐUR ÞORBJARGAR HELGU VIGFÚSDÓTTUR

Í gær tjáði sig uppáhalds Sjálfstæðismaðurinn minn í eftirminnilegu bloggi.  Nú hefur kollegi Jórunnar upp raust sína og reynir að höggva í sama knérum og koma höggi á borgarstjórnarmeirihlutann.  Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir færir nú rök fyrir því að það sé verið að minnka þjónustu við Reykvíkinga vegna þess að það öskubíllinn kemur sjaldnar og að fyrir 2 árum hafi tunnum verið fækkað.

SORPHIRÐA Í GAUTABORG – UPDATE – !!!

Ég hef tekið eftir því að sumir kvarta yfir því að nú sé byrjað að rukka fyrir það sértaklega þegar ruslakallar þurfa að fara 30 metra (eða eitthvað) til þess að ná í tunnuna. Þetta er að sjálfsögðu ekkert skemmtilegur skattur.  Ég er viss um að Gnarrinum okkar þyki þetta hund fúlt.  Það vantar peninga og þetta er ein leið.  Þetta er skárra en margt annað.

EINELTISSAMFÉLAGIÐ

Ég heyrði alveg makalausa sögu um daginn.  Þannig var að hópur íslendinga sem búsettir eru hérna í Gautaborg voru að spjalla um daginn og vegin og eins og oft gerist í svona samræðum, þá hefst einhver samanburðarrannsókn milli landsins sem ól okkur upp og þess sem fóstrar okkur nú um stundir.  Þetta getur verið hin skemmtilegasta dægradvöl og endalaus uppspretta áhugaverðra pælinga.

LOKSINS…

Jahérna hér.  Ég er komin með vinnu.  Reyndar ekki alveg það sem ég hafði hugsað mér, en fína vinnu samt.  Ég er orðin íslenskukennari fyrir íslenska krakka hér í Gautaborg.

GRÁTLEGT HLÁTURKAST

Sjálfstæðisflokkurinn er í stórkostlegri kreppu. Núna er allur krafturinn, allur infrastrúkturinn og allt powerið í þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins settur í þann eina farveg að fresta birtingu skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar þar til EFTIR þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Site Footer