HVAÐ ÞARF AÐ LAGA Á ÍSLANDI?

–Spillingarlaust þing! Spillt vegna þess að flestir þar inni eru að hugsa um eigin hag, ekki þjóðarinnar.  Það þarf að setja í     lög að hámarka þingsetu Alþingismanna við svona 2 eða 3 kjörtímabil. Þetta tryggir endurnýjun og         minnkar hættu á spillingu.

HÆTTIÐ AÐ BERJA BUMBUR

Ég skildi ekki þessa bumbu-mótmæli í síðustu viku og skil þau reyndar ekki ennþá.  Ég var því bara nokkuð sáttur þegar ég sá einhversstaðar að Hörður Torfason skildi þau ekki heldur.  Ég held að þessi mótmæli hafi ekki beinst að neinu sérstöku eins og mótmælin í Búsáhaldabyltingunni.  Þetta voru svona „helvítis fokkíng fokk-mótmæli“.  Þarna voru VG-liðar, sjálfstæðismenn, anarkistar og einstæðir foreldrar.  Mér hætti að lítast á blikuna þegar ég sá nasistafána á lofti í miðjum mótmælunum.

Site Footer