HRINGRÁS FÁVISKUNNAR

gær voru kappræður á Stöð2 í kringum forsetakosningarnar.  Stöð 2 ætlaði að búa til gott sjónvarp úr þessu tækifæri og í anda hipps og kúls, var reynt að fá þá tvo frambjóðendur sem mest fylgi hafa til þess að kappræða um eigið ágæti.  Öðrum frambjóðendum var ekki boðið.  Eftir að Þóra Arnórsdóttir hótaði að sniðganga þessar kappræður, var ákveðið að bjóða hinum 4 frambjóðendunum með til leiks.  Stöð2 átti ás upp í erminni og vildi bara leiða saman tvo og tvo frambjóðendur og enda á upphaflega konseptinu

Lesa meira

UNDARLEG STÍLBRÖGÐ BJÖRNS BJARNASONAR OG VERND HEIMILDAMANNA

Björn Bjarnason heldur áfram að tjá sig um athugasemdir mínar vegna ritsmíðar sem hann og Styrmir Gunnarsson skrifuðu og fengu 4.5 miljón króna Alþingis-styrk fyrir. Björn fer ekki með rétt með þess vegna er nauðsynlegt skoða staðreyndir málsins.

BJÖRN BJARNASON OG „HEIÐARLEGU SKOÐANASKIPTIN“

Björn Bjarnason ritaði á föstudaginn síðasta, alveg sérdeilis afhjúpandi dagbókarfærslu. Hann skammast í mér og „DV-feðgum“ fyrir að skrifa um styrk sem hann fékk frá Alþingi. Styrkurinn nam 4.5 miljónum og var veittur til félagsins „Evrópuvaktin“ sem Björn rekur í félagi við Styrmi Gunnarsson. Afskiptasemi mín er auðvitað dónaskapur eins og gefur að skilja.  Ég fór í byrjun umræðunnar, rangt með upphæð styrksins. Ég taldi hann hafa numið 9 miljónum. Seinna fékk ég upplýsingar um að styrkurinn hefði verið 7

Lesa meira

ÉG ÆTLA EKKI AÐ BREYTAST Í BJÖRN

Undanfarna 2 daga hef ég verið að skoða styrk sem morgunblaðsritstjórnarnir fyrrverandi, Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson fengu frá Alþingi. Styrkinn fengu þeir fyrir hönd vefritsins „Evrópuvaktin“ Ég fór með rangt mál framan af því ég stóð í þeirri trú að styrkurinn hefði nemið 7 miljónum. Ég leitaði að upplýsingum um upphæði styrkjanna þriggja en fékk engar niðurstöður. Það er alltaf leiðinlegt þegar maður rekur sig á leyndarhyggju opinberra stofnana eins og Alþingis.

STYRKUR TIL BJÖRNS BJARNASONAR VEKUR UPP SPURNINGAR

Á mánudaginn birti ég blogg um árásir Björns Bjarnasonar á sjónvarpsmanninn Gísla Einarsson. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi dylgjaði um að Gísli hefði þegið styrk frá ESB til þess að framleiða þáttinn. Daginn eftir birti ég blogg um að „Evrópuvaktin“ hans Björns hefði þegið styrk frá Alþingi til þess að fjalla um ESB. 4,5 miljónir eftir því sem Björn segir sjálfur.

SKAMMAST ÚT Í ESB STYRKI – EN ÞYGGUR ÞÁ SJÁLFUR

  Þetta sætir furðu eins og margt sem kemur frá Birni Bjarnasyni. En „margur heldur mig sig“ eins og maðurinn sagði. Því Björn ætti að þekkja það að fá styrki vegna ESB því Alþingi veitti honum og þessu Evrópuvaktin, um það bil 9 miljón króna* styrk til þess…..Björn Bjarnason er að liðast í sundur á límingunum vegna þess að sjónvarpssmaðurinn Gísli Einarsson gerði sjónvarps-þátt þar sem fjallað var um ESB og möguleg áhrif þess ef Ísland gerðist meðlimur í ESB. Björn

Lesa meira

REKUM GÍSLA EINARSSON! – – UPDATE – –

Fréttaskýringarþátturinn Landinn er búinn að bíta á ESB-agnið því á sunnudaginn var fjallað með málefnalegum hætti um byggðastefnu Evrópusambandsins. Rætt var við nokkra viðmælendur innanlands og utan, kostir og gallar reifaðir á yfirvegaðan en jafnframt auðskiljanlegan hátt og reynt að svara því hvaða tækifæri kunna að felast í byggðastefnu ESB fyrir Íslendinga. Von er á frekari umfjöllun næsta sunnudag.-Málið er allt hið alvarlegasta.

ÞJÓÐERNISSTEFNA OG FJÖLMIÐLAR

„Yet our best trained, best educated, best equipped, best prepared troops refuse to fight! Matter of fact, it’s safe to say that they would rather switch than fight!“  -Martin Luther King Jr.

VINSÆLASTI BLOGGARI ÍSLANDS ÓSKAST

Ég fylgist aðeins með blogginu hér í Svíþjóð og það er alveg hægt að segja að það sé allt öðruvísi en á Íslandi.  Vinsælustu bloggararnir eru ekki „samfélagsbloggarar“ heldur „tískubloggarar“.  Hérna er linkur á vinsælustu bloggara Svíþjóðar og meðal-heimsóknafjölda á viku.

VISIR.IS Á VILLIGÖTUM

Ég er nýbúin að sjá ferlega fræðandi og skemmtilega heimildamynd um s.k stealth-hönnun sem er notuð í nýjustu herþoturnar.  Þar var greint frá þegar þetta uppgötvaðist en það var fyrir tilviljun eins og flestar stórar uppgötvanir í vísindaheiminum.Í myndinni (sem mig minnir að hafi verið frá Nationanl Geographic) var sagt frá því þegar F-117 Nighthawk flugvélin kom fyrst fyrir sjónir almennings í fyrstu innrásinni inn í Írak.  þessi flugvél vakti gríðarlega athygli og studdi þá skoðun sem mikið var haldið í frammi, að núna loksins væri

Lesa meira

Site Footer