AÐ VERA KALL

Ég skilgreini sjálfan mig sem jafnréttissinna eins og flestir kallar.  Ég geng nú aðeins lengra en það, og fullyrði alveg óragur að ég sé feministi.  Ég er þar með sagt ekkert endilega sammála þessu feminista félagi á Íslandi sem telur sig hafa höndlað sanneikann og allt það.  Hafandi lesið töluvert um feminisma, þá held ég að sá feminismi sem er hvað mest áberandi á Íslandi, er viss harðkjarnategund feminisma. Tegund sem er ekkert sérstaklega áhrifamikil í Evrópu og Ameríku.

Site Footer