ÁBENDING TIL PROPPÉ

Núna munu stjórnarmyndunarviðræður vera í fullum gangi.  Það er allt gott og blessað. Mál eru sett á oddinn, þau eru rædd fram og aftur og málamiðlanir koma fram og þeim er síðan raðað upp í stjórnarsáttmála. Mál eins og búvörusamningurinn, möguleg aðild að ESB og framtíð kvótakerfisins verða ugglaust undir og vonandi næst eitthvað fram sem gæti þokað okkur eitthvað áfram. Ég vil þó minna á eitt óréttætismál sem gleymist oft. Stóru álfyrirtækin sem starfa á Íslandi borga enga skatta.

Lesa meira

HARMAGEDDON

Ég var í Harmageddon á fimmtudaginn. Talaði um Evrópusambandið. Tók eftir því við hlustun að ég hef mýkst töluvert í afstöðu minni til Sjálfstæðisflokksins. -Því ber auðvitað að fagna. Hérna er linkurinn á viðtalið. Ég byrja þegar 22.41 mín eru búnar og enda þegar 47.09 eru búnar. Það er eftirtektarvert að Harmageddon er besti samfélags-rýnis þátturinn í íslensku útvarpi. Þetta heyrist mér vera almenn vitneskja.

PLEBBASKAPUR SAKSÓKNARANS

Sú frétt að ríkissaksóknarinn Lára V. Júlíusdóttir hafi verið uppvís af útlendinga-andúð, kemur mér ekki á óvart.Þetta er eins og inngróið inn í íslenskt samfélag.  Íslendingar eru „góðu“ og „útlendingar“ eru vondu.  Svo eru til óteljandi afbrigði af þessu asnalega stefi.

LILJA KVÖDD

Ég er vinur Lilju Mósesdóttur á Fésbókinni.  Það veitir mér ákveðna innsýn í það eftir hvaða brautum hugur hennar rennur.  Davíð Oddson hlýtur líka að vera vinur hennar því að eftir að Lilja birti þennan status heyrðist skálað í Hádegismóum með tilheyrandi rellu-þeytingum, pípublæstri og taktfastri funk tónlist.  Þetta var statusinn sem gladdi Davíð Oddson svona ferlega mikið:

HVAÐ ÞARF AÐ LAGA Á ÍSLANDI?

–Spillingarlaust þing! Spillt vegna þess að flestir þar inni eru að hugsa um eigin hag, ekki þjóðarinnar.  Það þarf að setja í     lög að hámarka þingsetu Alþingismanna við svona 2 eða 3 kjörtímabil. Þetta tryggir endurnýjun og         minnkar hættu á spillingu.

PLÚS OG MÍNUS FYRIR „HREYFINGUNA“

Hreyfingin fær plús í kladdann fyrir skögunglega framgöngu í ályktun um fjármál stjórnmálaflokkanna.  Stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að þiggja krónu frá fyrirtækjum.  Þeir verða bara að draga saman seglin og sníða sér stakk eftir ríkisstyrknum sem þeir nú þegar þiggja.  Hitt er bara ávísun á spillingu.

Site Footer