LUKKUDÝRIÐ DAVÍÐ ODDSSON

Kona sem ég þekki fór með vinkonum sínum á þekktan bar hér í Gautaborg. Geysiflottur staður efst uppi í Gothia Tower. Merki staðarins vakti almenna lukku í hópnum enda ljóst að Davíð Oddson var lukkudýr þessa ágæta veitingahúss og allskonar hlutir voru merktir ásjónu efnahagsmeistarans.

VINSTRIÐ VS HÆGRIÐ

Það er ekkert hlaupið að því að greina munin á hægri stefnu og vinstri stefnu.  Til þess þarf að mínu mati allnokkur dæmi eða dæmisögur.  Ég gæti notast við orðaleppa eins og að í hægristefnu er áherslan öll á einstaklinginn meðan áherslan sé á samfélagið í vinstri stefnu.  Þetta er nærri lagi, en algerlega ófullnægjandi eigi að síður.  Málið er flóknara en svo.

Viti menn!

Ég rakst á þetta blogg í gær. Það var óvenjustutt en ferlega ósmekklegt. Ég hugsaði sem svo: Þetta hlýtur að vera eða einhver spillingur að blogga.Og viti menn! Það er svolítið gaman að velta því fyrir sér hvað er betra en þetta fé sem hefur farið með dauða Jacksons. Hugsanlega þessar 1200 þúsund krónur sem mánaðarlega fara frá skattgreiðendum í Reykjavík í vasa þessa stuttorða og orðhvassa bloggara.

„Kall Matt“ vill réttlæti.

Fyndin en ákaflega íslenska athugasemd eftir Karl Matthíasson fyrrverandi alþingismann Samfylkingarinnar (og síðar vonarstjörnu Frjálslyndra eftir að sá fékk hraklega útreið úr prófkjöri Samfylkingarinnar) er að finna á bloggi „Kalla Matt“ eins og hann vill láta kalla sig upp á kumpánlegan máta.  Athugasemdin fjallar um að ranglæti sé aldrei þjóðhagslega hagkvæmt.   Mér þykir þetta pínlegt hjá „Kalla Matt“.  Ég komst nefilega að því fyrir tilviljun að samhliða starfi sínu sem (fyrrverandi) alþingismaður og brennivínsprestur er Kalli Matt formaður umferðarráðs.

Lesa meira

Don Davíð.

Ég hitti tölvumann í bankakerfinu í gær. Vel fór á með okkur og ég spurði hann í gríni að ég rétt vonaði að öll samskipti milli Davíðs Oddsonar við hinna bankana væru til í öryggisafritum tölvukerfanna. Tölvumaðurinn brosti og sagði að enginn tölvusamskipti væru til milli Davíðs Oddsonar því að hann notaði ekki tölvupóst. Viðmælandi okkar játti því og sagði það almannaróm að Davíð notaði ekki tölvupóst. Þetta er bara fyndið. Davíð Oddsyni svipar mjög til mafíósa í þessu samnengi.

Lesa meira

Site Footer