SKEMMTILEGUR MISSKILNINGUR DV

Því er stundum haldið fram -og oft með réttu, að skortur á almennri þekkingu sé orði að vandamáli í vestrænum samfélögum.  Gloppur í samhengi sögunnar stinga jafnan í augun svo svíður undan.  Sama gildir í raun um fáfræði þótt hún sé léttvægari.

EINS OG BÍLL MEÐ TVÖ STÝRI

gær velti ég fyrir mér hinni nýja stjórnkerfismódeli sem Ólafur Ragnar Grímsson er að boða.  Eða festa í sess eftir því hvernig maður lítur á stöðuna.  Það gengur út á að forseti verði virkari á málskotsréttinum og snúi óvinsælum lagafrumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

ÁSKRIFENDUR MORGUNBLAÐSINS

Við skreytum okkur með allskonar prjáli sem aðgreinir okkur frá hvort öðru ellegar smalar okkur saman í hópa.  Fólk greinir sig í sundur eða saman með fatnaði.  Sumir ganga um í jakkafötum meðan aðrir spóka sig um í flís-galla. Klæðnaður fólks skipar okkur í félagslegar stíur.

SÝN! – HVATNING! – INNBLÁSTUR!

Leiðari DV í dag er eins og hljómfögur tenórrödd innan um óyndiskór íslenskrar þjóðmálaumræðu.  Skýr hugsun og hafinn yfir þrasið sem allt er lifandi að drepa.  Takið eftir því hve sjaldan við fáum að sjá um eða heyra af gildum sem vert er að vinna sig að.  Vert er að vinna eftir og hafa sem leiðaljós í rokinu.

GRÁTLEGT HLÁTURKAST

Sjálfstæðisflokkurinn er í stórkostlegri kreppu. Núna er allur krafturinn, allur infrastrúkturinn og allt powerið í þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins settur í þann eina farveg að fresta birtingu skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar þar til EFTIR þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Site Footer