KÖGUN. UPPHAFIÐ OG SKÝRSKOTUNIN

Eftir að Gunnaugur M Sigmundsson stefndi mér vegna bloggfærslu um Kögunarmálið, hef ég sökkt mér ofan í það af fullum krafti.  Ég er svo heppin að þetta mál er unnt að rannsaka all-gaumgæfilega gegnum internetið.  Fyrirbæri það sem kallast „Google“ er afar þarft í þessum erindagjörðum og hefur stoðað mig óskaplega.  Einnig eru flest allir prentmiðar landsins aðgengilegir á hinni stórkostlegu síðu, Tímarit.is.  Greinasafn Morgunblaðsins er fullt af efni um Kögunarmálið og ber blaðamennsku á Mogganum fagurt vitni.

BARNALÁNIN Í GLITNI

Umræðan um barnalán Glitnis í kringum BYR-braskið er á villigötum. Fólk virðist ekki fatta hvað átti sér stað þarna. Sumir jesúa sig og spyrja í óráði sjálfsupphafningarinnar, „hvernig foreldrar geti veðsett börnin sín“. Að græðgin hafi verið svo óstjórnlega að ómálga börn hafi verð „veðsett“. Aðrir gagnrýna starfsmenn Glitnis sem afgreiddu þessi barnalán. Ekkert þessa atriða skipta nokkru máli í stóra samhenginu. Þau útskýra vissa hluta málsins en varpa enganvegn ljósi á heildarmyndina. Barnalánsmálið er nefnilega svolítið merkilegt. Það kastar,

Lesa meira

Site Footer