AF GAGNSEMI RANGLÆTIS

Ég er alveg í skýjunum yfir komandi stjórnlagaþingi.  Ég trúi þessu varla.  Ég trúi því varla að þetta sé að gerast og það núna.  Mér er það nánast í blóð borið að á Ísland ríki einhverskonar hálf-réttæti.  Ég hef gengið í gegnum barnæskuna, unglingsár og fullorðinsár algerlega fullviss um að ætterni og klíkuskapur skipti meira máli fyrir framgangsríkan starfsferil en próf eða einkunnir úr skóla.Þetta styður nýleg rannsókn sem leiðir í ljós að yfir 50% af öllum opinberum störfum eru mönnuð eftir klíkuskap eða ættarvenslum.

JÓN GNARR ER FRÁBÆR

Ég held að Reykvíkingar hafi ennþá ekki fattað þvílík tíðindi það voru þegar Besti flokkurinn vann stórsigur í Borginni.  Í raun má segja að aðeins ein manneskja hafi fattað hvað fólst í þessum atburði.  Það var Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra.

Site Footer