DAGPENINGARNIR HANS BJÖRNS BJARNASONAR

Ég vakti athygli á því að dögunum að Evrópuvaktin þeirra Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar hafði fengið 4.5 miljónir í ESB kynningarsstyrk frá Alþing.  Í kjölfarið birti Evrópuvaktin reikinga vegna þessa styrks.  Athygli vakti að Björn Bjarnason lætur Alþingi borga fyrir sig yfirvigt.

„ÉG GERÐI ÖLL MÁL TORGRYGGILEG“

Styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið samstaðan.  Ég man bara eftir einum klofningi úr Sjálfstæðisflokknum þegar Borgaraflokkurinn var stofnaður.  Sjálfstæðismenn hafa skilið mátt samstöðunnar og hafa leyst deilur sín í milli, eða jafnvel búið við þær um langa hríð, án þess að kvarnist upp úr samstöðunni.  Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði meir að segja ekki þegar Gunnar Thoroddsen, sneri á Engeyinga og gerðist forsætisráðherra.

STÓRMERKILEGUR ÞÁTTUR UM WIKILEAKS

Ég var að enda við að horfa á stórmerkilegan fréttaskýringarþátt um Wikileaks.  Ísland fléttast heldur en ekki betur inn í þessa hringiðu og Kristinn Hrafnsson sæmdi sér vel.  Sömuleiðis Birgitta, Smári McCarthy og einn til sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu. Stórmerkilegur þáttur sem sýnir vel að „establismentið“ gersamlega hatar þegar fólk veit hvernig það vinnur, hvernig það hugsar og hvernig það bregst við.

ICESAVE ER LÍFÆÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Veruleikinn er stundum fáranlegri en sýrðasti skáldskapur. Þannig er það nú bara. Sérkennilegustu aðstæður koma upp í veruleikanum sem enginn rithöfundur gæti mögulega toppað. Sjáið bara þegar Geir Haarde ætlaði að vera svona statesmanlike eins og í Bandaríkjunum og gera eins og Ameríkaninn. God bless America- eitthvað. Þýðingin varð að sjálfsögðu Guð blessi Ísland. Í samhengi ræðunnar var þetta eins og að kasta napalmhylki á óttabálið sem logaði í hjörtum landmanna. -Þetta er eigilega fyndið svona eftir á.

Site Footer