VARNIRNAR BRESTA Í LANDSBANKANUM

Ég hef að undanförnu bloggað um Borgunarmálið  enda er það mál svolítið sér á parti af ýmsum ástæðum.   Í fyrsta lagi er það frekar einfalt.  Í öðru lagi tengist það formanni Sjálfstæðisflokksins og í þriðja lagi eru óvenju miklir peningar í spilinu.

BÆTUR VEGNA TJÓNS – JÁ TAKK

Nú hefur komið á daginn að áætlað tjón vegna aðgerða Breta í miðjuefnahagshruninu var 5.2 miljarðar.  Bjarni Benediktsson fer mikinn og vill krefja Breta um bætur.  Mér finnst það góð hugmynd.  Mér finnst reyndar galið að persónan Bjarni Benediktsson skuli fara fram á þetta.

GRÁTLEGT HLÁTURKAST

Sjálfstæðisflokkurinn er í stórkostlegri kreppu. Núna er allur krafturinn, allur infrastrúkturinn og allt powerið í þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins settur í þann eina farveg að fresta birtingu skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar þar til EFTIR þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

…“WE COME IN PEACE“

Ein af uppáhaldskvikmyndum mínum er myndin „Mars Attacks“ í leikstjórn Tim Burtons. Myndin er einskonar óður til geiminnrása-mynda og er satt best að segja sprenghlægileg. Ég er reyndar í afar fámennum aðdáendahópi þessarar myndar því allir sem ég þekki finnst þessi mynd allt í senn, bjánaleg og leiðinleg.

LÚSERINN BJARNI BENEDIKTSSON

Ég undrast þagnarvegginn sem risið hefur upp í kringum miljarðabrask Bjarna Ben. það er eins og ekkert hafi gerst og ekkert hafi skeð. Engir miljarðar og ekkert brask. Bara hljóðið í breyttum Cheeroke jeppa í fjarska. -Þögn. Enginn undirskrift formanns Sjálfstæðisflokksins og engir 12 miljarðar sem töpuðust. Ekkert.  – Ekki boffs kæru lesendur.

BJARNI BEN VERÐUR FORMAÐUR

Það er deginum ljósara að Bjarni Ben verður formaður Sjáfstæðisflokksins. Hann er ekki hluti af Davíðs-geðveikinni sem rústaði landinu. Hann stendur fyrir gömlu gildin í Flokknum. -Sem er gott. Hefðbundin, hófsaman og mannlegan íhaldsflokk hefur vantað í landið um langt skeið.  Svoleiðis stjórnmálaflokkur á sannarlega erindi inn í litróf stjórnmálanna.

Site Footer