REIÐUMST !!

Guðrún H. A. Eyþórsdóttir skrifaði mjög athyglisvert blogg um daginn.  Þar fór Guðrún yfir nokkur atriði sem hún upplifir sem sér-íslensk og tók sértaklega fram þessa hóp-þöggun sem á sér stundum stað þegar einhver fer algerlega yfir strikið.  Guðrún nefndi dæmi úr kjörbúðinni að enginn gerir athugasemd við það þegar innkaupakerru er ekið á fólk.  Enginn segir neitt.  Ekki sá sem ók kerrunni og ekki sá sem varð fyrir henni.Mjög gott dæmi satt best að segja.

Í GARÐINUM HJÁ BJARNA ÁRMANSSYNI

Á föstudaginn í síðustu viku, fór fjölskyldan til Osló.  Ég komst að því að Bjarni Ármannson ætti hús, steinsnar frá þar sem ég gisti, og krafðist þess að fá að kíkja á fyrirbærið, enda er ég áhugamaður um glæpamál hverskonar. Hús Bjarna Ármannsonar er á besta stað í Osló (sem er dýrasta borg í heiminum)  og kostar um það bil 300 miljónir íslenskar. Það var mikill snjór í borginni og ægifagurt um að lítast frá Hundasundsveginum 16 þar sem Bjarni býr.

HÆTTIÐ AÐ BERJA BUMBUR

Ég skildi ekki þessa bumbu-mótmæli í síðustu viku og skil þau reyndar ekki ennþá.  Ég var því bara nokkuð sáttur þegar ég sá einhversstaðar að Hörður Torfason skildi þau ekki heldur.  Ég held að þessi mótmæli hafi ekki beinst að neinu sérstöku eins og mótmælin í Búsáhaldabyltingunni.  Þetta voru svona „helvítis fokkíng fokk-mótmæli“.  Þarna voru VG-liðar, sjálfstæðismenn, anarkistar og einstæðir foreldrar.  Mér hætti að lítast á blikuna þegar ég sá nasistafána á lofti í miðjum mótmælunum.

Site Footer