STÓRMERKILEGUR ÞÁTTUR UM WIKILEAKS

Ég var að enda við að horfa á stórmerkilegan fréttaskýringarþátt um Wikileaks.  Ísland fléttast heldur en ekki betur inn í þessa hringiðu og Kristinn Hrafnsson sæmdi sér vel.  Sömuleiðis Birgitta, Smári McCarthy og einn til sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu. Stórmerkilegur þáttur sem sýnir vel að „establismentið“ gersamlega hatar þegar fólk veit hvernig það vinnur, hvernig það hugsar og hvernig það bregst við.

PLÚS OG MÍNUS FYRIR „HREYFINGUNA“

Hreyfingin fær plús í kladdann fyrir skögunglega framgöngu í ályktun um fjármál stjórnmálaflokkanna.  Stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að þiggja krónu frá fyrirtækjum.  Þeir verða bara að draga saman seglin og sníða sér stakk eftir ríkisstyrknum sem þeir nú þegar þiggja.  Hitt er bara ávísun á spillingu.

Site Footer