GRÁTLEGT HLÁTURKAST

Sjálfstæðisflokkurinn er í stórkostlegri kreppu. Núna er allur krafturinn, allur infrastrúkturinn og allt powerið í þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins settur í þann eina farveg að fresta birtingu skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar þar til EFTIR þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Á GRAFARBAKKANUM

Ég er með Ísland á heilanum. Ég fékk það á heilann við hrunið og eftirmála þess. Ég held að um sé að ræða þessa endurskoðun sem allir voru að tala um að væri svo nauðsynleg. Ég er allur í henni. Ég hef verið að tjá mig að undanförnu um hina hroðalegu Svíþjóð þar sem ég bý og hið ómögulega „sósíalíska“ kerfi sem hér tröllríður samfélaginu. Kerfi sem margir telja svo slæmt að það allt í senn leggi landið í rúst

Lesa meira

FATTLAUS FJÁRMÁLARÁÐHERRA

Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Steingrím fjármálaráðherra. Hann undrast stórum þvermóðskufullt málþóf Sjálfstæðismanna og hinna stjórnarandstöðuflokkanna. „Við höfum gert þrjár meiri háttar tilraunir til að koma vitinu fyrir þau, en þær hafa ekki borið árangur ennþá. Mikið lengra getum við ekki teygt okkur því þá værum við að búa til slíkar aðstæður í þinginu að ekki verður búið við.“ Svo mörg voru þau orð.

NÁKVÆMLEGA SAMA UM ÍSLAND

Það er ekki að undra að Sjálfstæðisflokkur berjist nú eins og afkróaður hreysiköttur gegn Icesave. Það er nefnilega allt í húfi. Allt er undir. Nei ég á ekki við Ísland, blómlega atvinnulífið, gamla fólkið og börnin sem Sjálfstæðismenn hrína um í öllum 893 ræðunum sem þeir hafa haldið fram með ekkasogum og fullir af vandlætingu þess bugaða.

Site Footer