JEPPAR Í REYKJAVÍK

Ég hef allaf verið með pínulitla bíladellu. Ég þekkti allar bílategundir þegar ég var svona 5 ára, og les bílablöð og svoleiðs efni þegar ég fæ tækifæri til. Þegar ég flutti til Svíþjóðar fyrir 3 árum, tók ég eftir að bíla-flóra sænskra var önnur en íslenskra. Bílar í Gautaborg eru betur farnir og lengur keyrðir. Ekki er óalgengt að sjá bíla á blílasölum sem keyrðir eru meira en 300.000 km.

SAAB 9-5

Ég sá loksins nýja SAAB-inn á dögunum.  Þetta er bíllinn sem á að bjarga fyrirtækinu og miðað við útlitið, ætti það að takast.  Þetta er einfaldlega flottasti millistærðar sedaninn á markaðinum.  Glæsileg sænsk hönnum, sérviskuleg með svissinn milli framsætanna.

Site Footer